Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður hjá Nordic Partners 12. mars 2009 14:19 Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður eru nú í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre, Kong Frederik og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku. Gísli Reynison stjórnarformaður Nordic Partners segir að auk þessa séu þeir að vinna að endurfjármögnun á láni því sem þeir tóku hjá Landsbankanum haustið 2007 er fyrrgreindar eignir voru keyptar. Lánið var upp á 318 milljónir danskra kr. eða um 6 milljarða kr. Töluverð umfjöllun er um Nordic Partners á vefsíðunni business.dk undir fyrirsögninni „D´Angleterre-ejer på spanden" eða Eigandi D´Angleterre á hausnum. Gísli segir að hann hafi heyrt af þessari umfjöllun en ekki lesið hana sjálfur. „Það er nú einu sinni þannig að þegar slæmar fréttir berast af íslensku viðskiptalífi nota fjölmiðlar hér yfirleitt tækifærið til að sparka í okkur í leiðinni," segir Gísli. Hann segir fyrirsögnina alls ekki endurspegla raunveruleikann. „Árið í fyrra var okkur erfitt en þetta ár verður betra," segir Gísli. „Og okkar fjárfestingar eru til langs tíma þannig að það var bara gott fyrir okkur að fá þessa niðursveiflu strax í stað þess að þurfa að bregðast við slíku síðar." Nordic Partners er skráð á Íslandi en dönsku hótelin eru rekin í gegnum eignarhaldsfélag í Svíþjóð. Business.dk hefur undir höndum ársreikning frá sænska félaginu fyrir árið 2007 þar sem viðskiptavild þess er skráð upp á 418 milljónir sænskra kr. eða um 2,2 milljarða kr. Hefur vefsíðan eftir sérfræðingum að þessi viðskiptavild sé bókhaldsfiff og ekki í samræmi við stöðuna í dag. Gísli Reynisson segir að Nordic Partners sé ekki skráð á markaði og því þurfi þeir ekkert á bókhaldsfiffum að halda. „Ársreikningar okkar í Svíþjóð eru unnir af sænskum endurskoðendum og þetta er mat þeirra en ekki okkar," segir Gísli. „Það má líka benda á að fasteignamarkaðurinn í Danmörku hefur verið í mikilli niðursveiflu frá því að við festum kaup á þessum eignum þannig að reikna má með að endurskoðendur okkar meti stöðuna öðruvísi í uppgjöri fyrir 2008." Gísli er bjartsýnn á reksturinn hjá Nordic Partners fyrir þetta ár og bendir m.a. á að vextir hafi lækkað töluvert í Danmörku undanfarna mánuði sem léttir undir með skuldastöðunni. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður eru nú í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre, Kong Frederik og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku. Gísli Reynison stjórnarformaður Nordic Partners segir að auk þessa séu þeir að vinna að endurfjármögnun á láni því sem þeir tóku hjá Landsbankanum haustið 2007 er fyrrgreindar eignir voru keyptar. Lánið var upp á 318 milljónir danskra kr. eða um 6 milljarða kr. Töluverð umfjöllun er um Nordic Partners á vefsíðunni business.dk undir fyrirsögninni „D´Angleterre-ejer på spanden" eða Eigandi D´Angleterre á hausnum. Gísli segir að hann hafi heyrt af þessari umfjöllun en ekki lesið hana sjálfur. „Það er nú einu sinni þannig að þegar slæmar fréttir berast af íslensku viðskiptalífi nota fjölmiðlar hér yfirleitt tækifærið til að sparka í okkur í leiðinni," segir Gísli. Hann segir fyrirsögnina alls ekki endurspegla raunveruleikann. „Árið í fyrra var okkur erfitt en þetta ár verður betra," segir Gísli. „Og okkar fjárfestingar eru til langs tíma þannig að það var bara gott fyrir okkur að fá þessa niðursveiflu strax í stað þess að þurfa að bregðast við slíku síðar." Nordic Partners er skráð á Íslandi en dönsku hótelin eru rekin í gegnum eignarhaldsfélag í Svíþjóð. Business.dk hefur undir höndum ársreikning frá sænska félaginu fyrir árið 2007 þar sem viðskiptavild þess er skráð upp á 418 milljónir sænskra kr. eða um 2,2 milljarða kr. Hefur vefsíðan eftir sérfræðingum að þessi viðskiptavild sé bókhaldsfiff og ekki í samræmi við stöðuna í dag. Gísli Reynisson segir að Nordic Partners sé ekki skráð á markaði og því þurfi þeir ekkert á bókhaldsfiffum að halda. „Ársreikningar okkar í Svíþjóð eru unnir af sænskum endurskoðendum og þetta er mat þeirra en ekki okkar," segir Gísli. „Það má líka benda á að fasteignamarkaðurinn í Danmörku hefur verið í mikilli niðursveiflu frá því að við festum kaup á þessum eignum þannig að reikna má með að endurskoðendur okkar meti stöðuna öðruvísi í uppgjöri fyrir 2008." Gísli er bjartsýnn á reksturinn hjá Nordic Partners fyrir þetta ár og bendir m.a. á að vextir hafi lækkað töluvert í Danmörku undanfarna mánuði sem léttir undir með skuldastöðunni.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira