Sómi Íslands Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. júní 2009 06:00 Vinur minn er í Jónafélaginu. Í því eru allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, sem heita nöfnum sem dregin eru af nafni Jóhannesar skírara í Biblíunni. Í Jónafélaginu eru því allir Jónar, Jónasar, Jensar, Jóhannesar og Jóhannar, og svo líka þeir sem heita Hannes, Ívan, Jean og John, Sean, Giovanni og öðrum skyldum nöfnum. Og svo auðvitað allar Jónur, Hönnur og Jóhönnur. Hún stóð í fyrradag, hvíthærð og hvítklædd, við hliðina á nafna sínum og forvera og sagði að nú væri hafin ný sjálfstæðisbarátta. En nú snýst baráttan ekki um að slíta samhengi við aðra þjóð heldur að styrkja tengslin við löndin í kringum okkur. Við berjumst ekki fyrir því að fá að vera ein heldur fyrir því að fá að vera með. Hinn 17. júní 2008 stóð dökkhærður og dökkklæddur karlmaður í hennar sporum og sagði að íslenska þjóðin nyti trausts, að ríkissjóður væri nánast skuldlaus og lífeyrissjóðakerfið firnasterkt. Það hefur sumsé ýmislegt breyst frá 17. júní í fyrra. Í dag er hins vegar ekki sautjándi júní heldur sá nítjándi. Kvenréttindadagurinn, baráttudagur íslenskra kvenna, haldinn til að minnast dagsins fyrir 94 árum þegar konur á Íslandi fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Og það hefur líka margt breyst frá 19. júní í fyrra. Kona gegnir nú valdamesta embætti landsins og aldrei hafa fleiri konur setið á Alþingi en núna. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á heimsmælikvarða og íslensk söngkona vann silfurverðlaun á Evrópumótinu í söng og lagasmíð. Jóhanna og Jóhanna kunna báðar að bíða. Önnur beið í tuttugu ár eftir því að hennar tími kæmi, hin í níu. Í ár áttu þær báðar sína stund. Hvorug þeirra náði takmarki sínu í krafti þess að vera lítt klædd og lostafull til augnanna og eru þó báðar hávaxnar og ljóshærðar. Þær komust áfram vegna þess að þær vissu hvað þær vildu, vissu hvað þær þurftu að gera til að ná markmiðum sínum og vissu að þær myndu standa sig þegar á reyndi. Við hin í Jónafélaginu, meðal-Jónar og -Jónur þessa lands, þurfum líka að kunna að bíða af okkur hvassviðrið sem nú skellur á okkur. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Það er satt, þessu mun ljúka. Okkar tími mun koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun
Vinur minn er í Jónafélaginu. Í því eru allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, sem heita nöfnum sem dregin eru af nafni Jóhannesar skírara í Biblíunni. Í Jónafélaginu eru því allir Jónar, Jónasar, Jensar, Jóhannesar og Jóhannar, og svo líka þeir sem heita Hannes, Ívan, Jean og John, Sean, Giovanni og öðrum skyldum nöfnum. Og svo auðvitað allar Jónur, Hönnur og Jóhönnur. Hún stóð í fyrradag, hvíthærð og hvítklædd, við hliðina á nafna sínum og forvera og sagði að nú væri hafin ný sjálfstæðisbarátta. En nú snýst baráttan ekki um að slíta samhengi við aðra þjóð heldur að styrkja tengslin við löndin í kringum okkur. Við berjumst ekki fyrir því að fá að vera ein heldur fyrir því að fá að vera með. Hinn 17. júní 2008 stóð dökkhærður og dökkklæddur karlmaður í hennar sporum og sagði að íslenska þjóðin nyti trausts, að ríkissjóður væri nánast skuldlaus og lífeyrissjóðakerfið firnasterkt. Það hefur sumsé ýmislegt breyst frá 17. júní í fyrra. Í dag er hins vegar ekki sautjándi júní heldur sá nítjándi. Kvenréttindadagurinn, baráttudagur íslenskra kvenna, haldinn til að minnast dagsins fyrir 94 árum þegar konur á Íslandi fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Og það hefur líka margt breyst frá 19. júní í fyrra. Kona gegnir nú valdamesta embætti landsins og aldrei hafa fleiri konur setið á Alþingi en núna. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á heimsmælikvarða og íslensk söngkona vann silfurverðlaun á Evrópumótinu í söng og lagasmíð. Jóhanna og Jóhanna kunna báðar að bíða. Önnur beið í tuttugu ár eftir því að hennar tími kæmi, hin í níu. Í ár áttu þær báðar sína stund. Hvorug þeirra náði takmarki sínu í krafti þess að vera lítt klædd og lostafull til augnanna og eru þó báðar hávaxnar og ljóshærðar. Þær komust áfram vegna þess að þær vissu hvað þær vildu, vissu hvað þær þurftu að gera til að ná markmiðum sínum og vissu að þær myndu standa sig þegar á reyndi. Við hin í Jónafélaginu, meðal-Jónar og -Jónur þessa lands, þurfum líka að kunna að bíða af okkur hvassviðrið sem nú skellur á okkur. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Það er satt, þessu mun ljúka. Okkar tími mun koma.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun