Orkuleysi stjórnarformannsins Sverrir Jakobsson svarar grein Guðlaugs G. Sverrissonar skrifar 12. september 2009 06:00 Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 10. september þar sem hann sakar undirritaðan um rangfærslur. Manni bregður óneitanlega nokkuð við slík stóryrði en mér til léttis sé ég að stjórnarformaðurinn virðist hafa mislesið grein mína. Þar ræddi ég um einhliða gengisáhættu Orkuveitunnar vegna láns til Magma fyrir 70% verðsins. Stjórnarformaður virðist hafa mislesið skrif mín þar sem hann ræðir gengisáhættu af allri sölunni. Mér þykir raunar miður að hann hafi ekki einbeitt sér meira við lesturinn þar sem fólk sem les greinar okkar beggja kynni að halda að svar hans væri útúrsnúningur þar sem hann vildi ekki ræða lánakjörin efnislega. Það getur örugglega ekki verið ástæðan. Annar misskilningur í grein Guðlaugs er einkennilegri þar sem hann virðist rugla saman eins og hálfs árs samningsferli annars vegar og hins vegar hinum örstutta tíma sem líður frá því að samningurinn er kynntur almenningi og þangað til afgreiða á hann í borgarstjórn. Það er því rétt að minna á að þótt hann hafi lengi vitað um innihald samningsins þá vissum við eigendur Reykjavíkur ekki af því fyrr en núna í september. Þetta er hugsanlega einnig skýringin á því hvers vegna hann hefur ekki heldur skilið þær athugasemdir sem bæði minnihlutinn í stjórn OR og fulltrúar ríkisins hafa gert við vinnubrögð stjórnarmeirihluta Orkuveitunnar. Hér gildir nefnilega ekki að „þjóð veit þá þrír vita". Við hin getum ekki myndað okkur skoðun á svona samningi þó að Guðlaugur og félagar hans í meirihlutanum hafi lesið hann. Ég hef vissar áhyggjur af einbeitingarskorti stjórnarformanns Orkuveitunnar þegar kemur að því að lesa og skilja gagnrýnin skrif á störf hans. Ég held að hann hljóti að stafa af orkuleysi og að stjórnarformaðurinn þurfi á fríi að halda. Borgarbúar ættu að sjá sóma sinn í að senda hann í langt frí sem allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 10. september þar sem hann sakar undirritaðan um rangfærslur. Manni bregður óneitanlega nokkuð við slík stóryrði en mér til léttis sé ég að stjórnarformaðurinn virðist hafa mislesið grein mína. Þar ræddi ég um einhliða gengisáhættu Orkuveitunnar vegna láns til Magma fyrir 70% verðsins. Stjórnarformaður virðist hafa mislesið skrif mín þar sem hann ræðir gengisáhættu af allri sölunni. Mér þykir raunar miður að hann hafi ekki einbeitt sér meira við lesturinn þar sem fólk sem les greinar okkar beggja kynni að halda að svar hans væri útúrsnúningur þar sem hann vildi ekki ræða lánakjörin efnislega. Það getur örugglega ekki verið ástæðan. Annar misskilningur í grein Guðlaugs er einkennilegri þar sem hann virðist rugla saman eins og hálfs árs samningsferli annars vegar og hins vegar hinum örstutta tíma sem líður frá því að samningurinn er kynntur almenningi og þangað til afgreiða á hann í borgarstjórn. Það er því rétt að minna á að þótt hann hafi lengi vitað um innihald samningsins þá vissum við eigendur Reykjavíkur ekki af því fyrr en núna í september. Þetta er hugsanlega einnig skýringin á því hvers vegna hann hefur ekki heldur skilið þær athugasemdir sem bæði minnihlutinn í stjórn OR og fulltrúar ríkisins hafa gert við vinnubrögð stjórnarmeirihluta Orkuveitunnar. Hér gildir nefnilega ekki að „þjóð veit þá þrír vita". Við hin getum ekki myndað okkur skoðun á svona samningi þó að Guðlaugur og félagar hans í meirihlutanum hafi lesið hann. Ég hef vissar áhyggjur af einbeitingarskorti stjórnarformanns Orkuveitunnar þegar kemur að því að lesa og skilja gagnrýnin skrif á störf hans. Ég held að hann hljóti að stafa af orkuleysi og að stjórnarformaðurinn þurfi á fríi að halda. Borgarbúar ættu að sjá sóma sinn í að senda hann í langt frí sem allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun