2005-siðferðið Sverrir Jakobsson skrifar 17. nóvember 2009 06:00 Á dögunum skapaðist nokkur úlfaþytur þegar upp komst að fjármálastjóri KSÍ hefði týnt milljónum af kreditkorti sambandsins á strípiklúbbi í Sviss fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið var formaður KSÍ kallaður í viðtöl og hélt því fram að núna væru líklega breyttar aðstæður en árið 2005 hefði þetta þótt léttvægt. Vissulega er það staðreynd að siðferði er afstætt og gildi taka breytingum í aldanna rás. Þess er ekki að vænta að hellismenn á steinöld hafi haft nákvæmlega sömu gildi og fólk í iðnvæddum nútímasamfélögum. En hér erum við að ræða um lítið land og fáein ár. Getur það staðist að íslenskt samfélag hafi gengið í gegnum menningarbyltingu á fáeinum árum? Vissulega hafa ekki allir endurmetið sín gildi; sumum finnst kannski mál á borð við þetta hjá KSÍ ennþá vera algert smotterí og þá með rökunum: „Hver hefur ekki eytt milljónum af kreditkorti annarra í strípiklúbbi í útlöndum?" En það hafa raunar ekki allir gert og það sem meira er, myndu ekki gera þótt þeir væru í aðstöðu til þess. Sama siðferðisvitundin kom fram hjá markaðsmanni ársins 2009 á dögunum þegar ráðuneytisstjóri var sakaður um að hafa notað innherjaupplýsingar til að hagnast fjárhagslega. Markaðsmaðurinn snjalli kom ráðuneytisstjóranum til varnar, ekki með því að lýsa yfir sakleysi mannsins, heldur með þeim rökum að ef hann væri sekur þá væri það hið besta mál. „Hver myndi ekki nota innherjaupplýsingar í eiginhagsmunaskyni til að hjálpa fjölskyldu sinni." Aftur er svarið hið sama: Það hafa ekki allir gert og það myndu ekki allir gera þótt þeir væru í aðstöðu til þess. Formaður KSÍ hefði getað bent markaðsmanninum á að hann væri ennþá að miða við siðferðisvitund ársins 2005; núna væru breyttir tímar. Hjá þjóðfundinum sem haldinn var í Laugardalshöll um helgina kom fram að nýir vindar skekkja samfélagið. Slembiúrtakið sem mætt var á fundinn komst að þeirri niðurstöðu að heiðarleikinn ætti að vera í öndvegi í íslensku samfélagi. Þetta finnst kannski einhverjum vera sjálfsagður hlutur en hann er það ekki. Samkvæmt formanni KSÍ var þetta öðruvísi árið 2005 og hjá markaðsmönnum er þetta ennþá öðruvísi. Þar þykir sá snjallastur sem er til í að mæla lögbrotum bót. Þjóðfundurinn vill heiðarleika og það er til marks um nýtt andrúmsloft á Íslandi. Á þjóðfundinum var líka talað um jafnrétti og kannski er vert að stjórn KSÍ fari líka að taka mið af því. Fyrir örskömmu síðan, líklega hálfri menningarbyltingu, þótti það sæta miklum tíðindum að kona sóttist eftir því að verða formaður KSÍ en hún hlaut þó ekki brautargengi. KSÍ hefur á sér það yfirbragð að það sé lokaður karlaklúbbur þar sem stjórnir endurnýi sig sjálfar og ógerningur sé að breyta til. Heimsóknir starfsmanna á strípiklúbba þar sem kreditkort þeirra lenda óvænt (en tímabundið) í höndunum á skuggalegum mönnum draga svo sannarlega ekki úr ímynd KSÍ sem karlaklúbbs af gamla skólanum. En Geir viðurkennir að núna sé komið árið 2009 og staðan önnur. Kannski verður bráðum líka menningarbylting innan KSÍ. Heiðarleiki og jafnrétti eru góð gildi, en á þjóðfundinum var líka rætt um virðingu. Og virðing er vissulega táknrænt hugtak sem skírskotar í weberíska orðræðu félagsvísindanna. Max Weber vildi meina að í borgaralegum samfélögum væru auður og vald jafnan tempruð af þriðja þættinum, virðingunni. Í þeirri sýn fólst að gróðahyggjan mætti ekki vera einráð, þannig væri ekki hægt að byggja upp samfélag. Þetta gleymdist á dögum útrásarinnar þegar íslenskir auðmenn ríktu yfir landinu og allt snerist um þá og þeirra hagsmuni. Árið 2005, þegar KSÍ-fjármálastjórinn fór á barinn með óbeislað kreditkort, var virðingin í vörn á Íslandi - eina gildið sem skipti máli var auðgildið. Þeir sem ekki áttu peninga urðu að taka þá að láni til að vera með - í þeirri samkeppni um ríkmannlegan lífsstíl margfölduðust skuldir heimilanna og gríðarlegur fortíðarvandi varð til sem núverandi ríkisstjórn þarf að glíma við. En virðingin er ekki bara weberískt hugtak, hún er eitt af slagorðum baráttusamtaka fyrir félagslegu réttlæti. Og kannski er það einn þáttur í breyttu andrúmslofti okkar daga - að félagslegt réttlæti er komið aftur á dagskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Á dögunum skapaðist nokkur úlfaþytur þegar upp komst að fjármálastjóri KSÍ hefði týnt milljónum af kreditkorti sambandsins á strípiklúbbi í Sviss fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið var formaður KSÍ kallaður í viðtöl og hélt því fram að núna væru líklega breyttar aðstæður en árið 2005 hefði þetta þótt léttvægt. Vissulega er það staðreynd að siðferði er afstætt og gildi taka breytingum í aldanna rás. Þess er ekki að vænta að hellismenn á steinöld hafi haft nákvæmlega sömu gildi og fólk í iðnvæddum nútímasamfélögum. En hér erum við að ræða um lítið land og fáein ár. Getur það staðist að íslenskt samfélag hafi gengið í gegnum menningarbyltingu á fáeinum árum? Vissulega hafa ekki allir endurmetið sín gildi; sumum finnst kannski mál á borð við þetta hjá KSÍ ennþá vera algert smotterí og þá með rökunum: „Hver hefur ekki eytt milljónum af kreditkorti annarra í strípiklúbbi í útlöndum?" En það hafa raunar ekki allir gert og það sem meira er, myndu ekki gera þótt þeir væru í aðstöðu til þess. Sama siðferðisvitundin kom fram hjá markaðsmanni ársins 2009 á dögunum þegar ráðuneytisstjóri var sakaður um að hafa notað innherjaupplýsingar til að hagnast fjárhagslega. Markaðsmaðurinn snjalli kom ráðuneytisstjóranum til varnar, ekki með því að lýsa yfir sakleysi mannsins, heldur með þeim rökum að ef hann væri sekur þá væri það hið besta mál. „Hver myndi ekki nota innherjaupplýsingar í eiginhagsmunaskyni til að hjálpa fjölskyldu sinni." Aftur er svarið hið sama: Það hafa ekki allir gert og það myndu ekki allir gera þótt þeir væru í aðstöðu til þess. Formaður KSÍ hefði getað bent markaðsmanninum á að hann væri ennþá að miða við siðferðisvitund ársins 2005; núna væru breyttir tímar. Hjá þjóðfundinum sem haldinn var í Laugardalshöll um helgina kom fram að nýir vindar skekkja samfélagið. Slembiúrtakið sem mætt var á fundinn komst að þeirri niðurstöðu að heiðarleikinn ætti að vera í öndvegi í íslensku samfélagi. Þetta finnst kannski einhverjum vera sjálfsagður hlutur en hann er það ekki. Samkvæmt formanni KSÍ var þetta öðruvísi árið 2005 og hjá markaðsmönnum er þetta ennþá öðruvísi. Þar þykir sá snjallastur sem er til í að mæla lögbrotum bót. Þjóðfundurinn vill heiðarleika og það er til marks um nýtt andrúmsloft á Íslandi. Á þjóðfundinum var líka talað um jafnrétti og kannski er vert að stjórn KSÍ fari líka að taka mið af því. Fyrir örskömmu síðan, líklega hálfri menningarbyltingu, þótti það sæta miklum tíðindum að kona sóttist eftir því að verða formaður KSÍ en hún hlaut þó ekki brautargengi. KSÍ hefur á sér það yfirbragð að það sé lokaður karlaklúbbur þar sem stjórnir endurnýi sig sjálfar og ógerningur sé að breyta til. Heimsóknir starfsmanna á strípiklúbba þar sem kreditkort þeirra lenda óvænt (en tímabundið) í höndunum á skuggalegum mönnum draga svo sannarlega ekki úr ímynd KSÍ sem karlaklúbbs af gamla skólanum. En Geir viðurkennir að núna sé komið árið 2009 og staðan önnur. Kannski verður bráðum líka menningarbylting innan KSÍ. Heiðarleiki og jafnrétti eru góð gildi, en á þjóðfundinum var líka rætt um virðingu. Og virðing er vissulega táknrænt hugtak sem skírskotar í weberíska orðræðu félagsvísindanna. Max Weber vildi meina að í borgaralegum samfélögum væru auður og vald jafnan tempruð af þriðja þættinum, virðingunni. Í þeirri sýn fólst að gróðahyggjan mætti ekki vera einráð, þannig væri ekki hægt að byggja upp samfélag. Þetta gleymdist á dögum útrásarinnar þegar íslenskir auðmenn ríktu yfir landinu og allt snerist um þá og þeirra hagsmuni. Árið 2005, þegar KSÍ-fjármálastjórinn fór á barinn með óbeislað kreditkort, var virðingin í vörn á Íslandi - eina gildið sem skipti máli var auðgildið. Þeir sem ekki áttu peninga urðu að taka þá að láni til að vera með - í þeirri samkeppni um ríkmannlegan lífsstíl margfölduðust skuldir heimilanna og gríðarlegur fortíðarvandi varð til sem núverandi ríkisstjórn þarf að glíma við. En virðingin er ekki bara weberískt hugtak, hún er eitt af slagorðum baráttusamtaka fyrir félagslegu réttlæti. Og kannski er það einn þáttur í breyttu andrúmslofti okkar daga - að félagslegt réttlæti er komið aftur á dagskrá.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun