Viðskipti erlent

Hörmungar á mörkuðum í Bandaríkjunum

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag og er ástæðan talin vera ótti fjárfesta við að ríkið taki yfir stærri hluta í Citigroup en þegar hefur verið gert. Helstu hlutabréfavísitölurnar hafa ekki verið lægri í 12 ár.

Dow Jones lækkaði um 1,7% í dag og hefur ekki verið lægri síðan í maí 1997. Standard & Poor´s lækkaði um 2,4% og hefur ekki verið lægri síðan í desember 1996. Nasdaq lækkaði um 1%. Hún hefur ekki tekið sömu dýfu og hinar tvær vísitölurnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×