Drillo er búinn að eyðileggja norskan fótbolta í 20 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2009 13:15 Egil "Drillo" Olsen er sérstakur karakter. Mynd/AFP Það eru ekki allir jafnglaðir yfir því að Egil "Drillo" Olsen sé aftur orðinn landsliðsþjálfari Noregs. Olsen tók tímabundið við norska landsliðinu á meðan norska sambandið leitar eftirmanns Åge Hareide. Einn af hans hörðustu gagnrýnendum er Erik "Panzer" Hagen sem er 33 ára varnarmaður sem lék 28 landsleiki fyrir Noreg á árunum 2002-2007. Eftir harðort viðtal við norska blaðið Aftenposten er ljóst að landsleikir Hagen verða ekki fleiri á meðan "Drillo" er við stjórnvölinn, ekki af því að "Drillo" sé í fýlu heldur af því að Hagen myndi neita að spila fyrir hann. "Ég einbeiti mér bara að því að spila fyrir Vålerenga. Landsliðið kemur heldur ekki til greina þegar "Drillo"er þjálfari því ég myndi aldrei spila fyrir hann," sagði Hagen og þegar hann er spurður af hverju stendur ekki á svarinu. "Hann er búinn að eyðileggja norskan fótbolta í 20 ár og nú er hann byrjaður aftur. Allur leikur hans liða snýst um að eyðileggja fyrir andstæðingnum," segir Hagen sem þótti ekki mikið til sigurs á Þjóðverjum koma. Í fyrsta leiknum undir stjórn Drillo vann norska landsliðið sinn fyrsta sigur á Þjóðverjum síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Norska landsliðið tapaði aðeins 14 af 91 leik undir stjórn Egil "Drillo" Olsen á árunum 1990 til 1998 og markatalan var 181-63 norska landsliðinu í vil. Hagen er nú aftur kominn til Vålerenga þar sem hann spilaði 113 leiki á árunum 2000-2004 en frá 2005 til 2008 lék hann með liði Zenit St. Petersburg í Rússlandi. Hann lék einn í láni með enska liðinu Wigan en er nú aftur kominn heim til Noregs. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Það eru ekki allir jafnglaðir yfir því að Egil "Drillo" Olsen sé aftur orðinn landsliðsþjálfari Noregs. Olsen tók tímabundið við norska landsliðinu á meðan norska sambandið leitar eftirmanns Åge Hareide. Einn af hans hörðustu gagnrýnendum er Erik "Panzer" Hagen sem er 33 ára varnarmaður sem lék 28 landsleiki fyrir Noreg á árunum 2002-2007. Eftir harðort viðtal við norska blaðið Aftenposten er ljóst að landsleikir Hagen verða ekki fleiri á meðan "Drillo" er við stjórnvölinn, ekki af því að "Drillo" sé í fýlu heldur af því að Hagen myndi neita að spila fyrir hann. "Ég einbeiti mér bara að því að spila fyrir Vålerenga. Landsliðið kemur heldur ekki til greina þegar "Drillo"er þjálfari því ég myndi aldrei spila fyrir hann," sagði Hagen og þegar hann er spurður af hverju stendur ekki á svarinu. "Hann er búinn að eyðileggja norskan fótbolta í 20 ár og nú er hann byrjaður aftur. Allur leikur hans liða snýst um að eyðileggja fyrir andstæðingnum," segir Hagen sem þótti ekki mikið til sigurs á Þjóðverjum koma. Í fyrsta leiknum undir stjórn Drillo vann norska landsliðið sinn fyrsta sigur á Þjóðverjum síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Norska landsliðið tapaði aðeins 14 af 91 leik undir stjórn Egil "Drillo" Olsen á árunum 1990 til 1998 og markatalan var 181-63 norska landsliðinu í vil. Hagen er nú aftur kominn til Vålerenga þar sem hann spilaði 113 leiki á árunum 2000-2004 en frá 2005 til 2008 lék hann með liði Zenit St. Petersburg í Rússlandi. Hann lék einn í láni með enska liðinu Wigan en er nú aftur kominn heim til Noregs.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira