Viðskipti erlent

ESB samþykkir ríkisábyrgð Finna gagnvart Kaupþingi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú samþykkt ríkisábyrgð á innistæðum Kaupþings í Finnlandi. Fréttastofan greindi frá misvísandi fréttum um málið í gærdag en nú mun þetta komið á hreint.

Um er að ræða ábyrgð til handa þremur bönkum sem tóku að sér að tryggja innistæðurnar í Kaupþingi þegar íslensku bankarnir hrundu í haust. Bankarnir gerðu þetta til að tryggja stöðuleika finnska bankakerfisins. Bankarnir eru Nordea, OP-Pohjola og Sampo.

Að sögn framkvæmdastjórnarinnar mun ríkisábyrgðin, ásamt aðgerðum fyrir finnska bankakerfið gera það að verkum að stöðuleikinn helst á markaðinum.

Þá sé ekki útlit fyrir að neinar kröfur komi fram á hendur bankana þriggja og að finnska ríkið beri ekki tjón af málinu.

Það fylgir svo sögunni að fréttatilkynning um þetta hafi verið send út s.l. mánudag vegna mistaka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×