Viðskipti erlent

Íbúðir seldar á hálfvirði í Danmörku

Fasteignamarkaðurinn í Danmörku er svo djúpfrosinn í augnablikinu að fólk reynir að selja íbúðir sínar á hálfvirði. Og í einstöku tilfellum er gefinn allt að 65% afsláttur frá skráðu verði.

Jyllands-Posten fjallar um málið í dag. Þar kemur fram að í landinu í heild hafa 77 íbúðaeigendur boðið íbúðir sínar til sölu með 50% afslætti. Aðrir 183 íbúðaeigendur bjóða 40-50% afslætti af skráðu söluverði.

Á vefsíðunni boliga.dk finnst síðan dæmi af íbúðaeigenda á Österbro sem býður hlutdeildaríbúð sína (andelsbolig) til sölu með 65% afslætti frá skráðu verði. Íbúðin er upphaflega sett til sölu á 850.000 danskar krónur en nú er hægt að fá hana á 295.000 danskar krónur.

Raunar eru til dæmi um enn meiri afslætti á hlutdeildaríbúðum því í Árósum er ein slík til sölu með 78% afslætti frá upprunalegu verði hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×