Blaðið Sunday Express greinir frá því í dag að umboðsmenn Argentínumannsins Javier Mascherano séu búnir að ná samkomulagi við Barcelona um laun leikmannsins. Blaðið segir því að Mascherano sé á förum frá Liverpool næsta sumar.
Samkvæmt fréttinni á Mascherano að fá um 120 þúsund evrur í vikulaun.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem miðjumaðurinn er orðaður við Börsunga en félagið er talið hafa haft áhuga á honum lengi.