Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var kátur en að sama skapi auðmjúkur eftir glæstan sigur hans manna gegn Arsenal í kvöld.
Hann viðurkenndi að United hefði verið heppið að Gibbs skyldi hafa runnið til í fyrsta markinu.
„Sjálfstraustið og trúin í liðinu í kvöld var ótrúleg. Þetta var virkilega góð frammistaða," sagði Ferguson.
Það kemur í ljós annað kvöld hver andstæðingur United verður í úrslitunum. Hvaða skoðun hefur hann á þeim leik?
„Barcelona er með stórkostlega leikmenn. Ég slefaði þegar ég sá liðið rúlla yfir Real Madrid. Þeir eru samt að spila á útivelli gegn Chelsea og ekki með neinn miðvörð. Það gæti reynst þeim dýrkeypt," sagði Ferguson.