Fótbolti

OB aftur á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu.
Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu.
Rúrik Gíslason var sem fyrr í byrjunarliði OB sem kom sér aftur á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi er liðið gerði jafntefli við Álaborg á heimavelli, 1-1.

Rúrik var tekinn af velli á 80. mínútu leiksins. Peter Utaka kom OB yfir á 61. mínútu en Andreas Johansson jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar.

Mikil spenna er í dönsku úrvalsdeildinni. OB er á toppnum með 29 stig, FCK og Esbjerg koma næst með 28 og Bröndby er með 27. Öll lið hafa leikið fjórtán leiki.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er á mála hjá Esbjerg og Stefán Gíslason er hjá Bröndby. Hvorugur hefur þó fengið mörg tækifæri í byrjunarliðum sinna félaga í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×