Forstjórinn tekur poka sinn 24. janúar 2009 06:00 Forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch hefur verið sparkað vegna óráðsíu. Fréttablaðið/AFP Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestingabankans Merrill Lynch. Thain settist í forstjórastólinn fyrir rúmu ári þegar hrina forstjóraskipta gekk yfir bandarískan fjármálageira. Hann var áður forstjóri NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar. Bank of America forðaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í september og gengu kaup á bankanum í gegn um áramótin. Síðan þá hefur komið í ljós að staða Merrill Lynch er mun verri en talið var auk þess sem bankastjórnin hafi varið því fé sem hún sótti úr neyðarsjóði hins opinbera fyrir áramót í bónusgreiðslur til starfsmanna í desember. Þá bætti ekki úr skák að Merrill Lynch, sem nú er eining innan Bank of America, tapaði 15,4 milljörðum dala, tæpum tvö þúsund milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi. Bank of America neyddist í kjölfarið til að sækja sér fjármuni í neyðarsjóðinn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. - jab Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestingabankans Merrill Lynch. Thain settist í forstjórastólinn fyrir rúmu ári þegar hrina forstjóraskipta gekk yfir bandarískan fjármálageira. Hann var áður forstjóri NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar. Bank of America forðaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í september og gengu kaup á bankanum í gegn um áramótin. Síðan þá hefur komið í ljós að staða Merrill Lynch er mun verri en talið var auk þess sem bankastjórnin hafi varið því fé sem hún sótti úr neyðarsjóði hins opinbera fyrir áramót í bónusgreiðslur til starfsmanna í desember. Þá bætti ekki úr skák að Merrill Lynch, sem nú er eining innan Bank of America, tapaði 15,4 milljörðum dala, tæpum tvö þúsund milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi. Bank of America neyddist í kjölfarið til að sækja sér fjármuni í neyðarsjóðinn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. - jab
Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira