Meistaradeildin: Man. Utd og Chelsea með sigra Ómar Þorgeirsson skrifar 30. september 2009 20:45 Leikmenn Manchester United fagna marki Ryan Giggs í kvöld. Nordic photos/AFP Það blés ekki byrlega fyrir Englandsmeistara Manchester United gegn Þýskalandsmeisturum Wolfsburg lengi vel á Old Trafford-leikvanginum í kvöld. Framherjinn Michael Owen þurfti að yfirgefa völlinn eftir tuttugu mínútur og það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins, snemma í síðari hálfleik en þar var á ferðinni Edin Dzeko. Gestirnir voru þó ekki lengi í paradís því Ryan Giggs jafnaði leikinn þegar um klukkutími var liðinn af leiknum með marki úr aukaspyrnu, en boltinn fór í varnarvegginn og breytti um stefnu og sló Diego Benaglio útaf laginu í marki Wolfsburgar. Michael Carrick kom heimamönnum svo yfir 2-1 með góðu marki á 78. mínútu og þar við sat. Nicolas Anelka skoraði eina mark Chelsea í 0-1 útisigri gegn Apoel Nicosia og hefur Chelsea unnið báða leiki sína til þessa í riðlinu og í bæði skiptin hefur Anelka tryggt Lundúnaliðinu 1-0 sigur. Það er ekkert lát á markaskoruninni hjá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid en hann skoraði tvennu í x-x sigri Madridinga á Santiago Bernabeu-leikvanginum í kvöld. Kaka skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu. Óvæntustu úrslit kvöldsins áttu sér stað á San Siro-leikvanginum þar sem FC Zürich vann frækinn 0-1 sigur gegn AC Milan. Varnarmaðurinn Hannu Tihinen skoraði eina mark leiksins en úrslitin hljóta að verða til þess að kynda enn frekar undir knattspyrnustjóranum Leonardo sem hefur byrjað illa hjá AC Milan.Úrslit kvöldsins og markaskorarar:A-riðill: Bayern München-Juventus 0-0Bordeaux-Maccabi Haifa 1-0 1-0 Michael Ciani (83.).B-riðill: CSKA Moskva-Besiktas 2-1 1-0 Alan Dzagoev (7.), 2-0 Milos Krasic (61.), 2-1 Ekrem Dag (90.).Man. Utd-Wolfsburg 2-1 0-1 Edin Dzeko (56.), 1-1 Ryan Giggs (59.), 2-1 Michael Carrick (78.).C-riðill: AC Milan-FC Zürich 0-1 0-1 Hannu Tihinen (10.).Real Madrid-Marseille 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (58.), 2-0 Cristiano Ronaldo (64.), 3-0 Kaka (61.).D-riðill: Apoel Nicosia-Chelsea 0-1 0-1 Nicolas Anelka (18.).Porto-Atletico Madrid 2-0 1-0 Radamel Falcao Garcia (75.), 2-0 Rolando (82.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Það blés ekki byrlega fyrir Englandsmeistara Manchester United gegn Þýskalandsmeisturum Wolfsburg lengi vel á Old Trafford-leikvanginum í kvöld. Framherjinn Michael Owen þurfti að yfirgefa völlinn eftir tuttugu mínútur og það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins, snemma í síðari hálfleik en þar var á ferðinni Edin Dzeko. Gestirnir voru þó ekki lengi í paradís því Ryan Giggs jafnaði leikinn þegar um klukkutími var liðinn af leiknum með marki úr aukaspyrnu, en boltinn fór í varnarvegginn og breytti um stefnu og sló Diego Benaglio útaf laginu í marki Wolfsburgar. Michael Carrick kom heimamönnum svo yfir 2-1 með góðu marki á 78. mínútu og þar við sat. Nicolas Anelka skoraði eina mark Chelsea í 0-1 útisigri gegn Apoel Nicosia og hefur Chelsea unnið báða leiki sína til þessa í riðlinu og í bæði skiptin hefur Anelka tryggt Lundúnaliðinu 1-0 sigur. Það er ekkert lát á markaskoruninni hjá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid en hann skoraði tvennu í x-x sigri Madridinga á Santiago Bernabeu-leikvanginum í kvöld. Kaka skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu. Óvæntustu úrslit kvöldsins áttu sér stað á San Siro-leikvanginum þar sem FC Zürich vann frækinn 0-1 sigur gegn AC Milan. Varnarmaðurinn Hannu Tihinen skoraði eina mark leiksins en úrslitin hljóta að verða til þess að kynda enn frekar undir knattspyrnustjóranum Leonardo sem hefur byrjað illa hjá AC Milan.Úrslit kvöldsins og markaskorarar:A-riðill: Bayern München-Juventus 0-0Bordeaux-Maccabi Haifa 1-0 1-0 Michael Ciani (83.).B-riðill: CSKA Moskva-Besiktas 2-1 1-0 Alan Dzagoev (7.), 2-0 Milos Krasic (61.), 2-1 Ekrem Dag (90.).Man. Utd-Wolfsburg 2-1 0-1 Edin Dzeko (56.), 1-1 Ryan Giggs (59.), 2-1 Michael Carrick (78.).C-riðill: AC Milan-FC Zürich 0-1 0-1 Hannu Tihinen (10.).Real Madrid-Marseille 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (58.), 2-0 Cristiano Ronaldo (64.), 3-0 Kaka (61.).D-riðill: Apoel Nicosia-Chelsea 0-1 0-1 Nicolas Anelka (18.).Porto-Atletico Madrid 2-0 1-0 Radamel Falcao Garcia (75.), 2-0 Rolando (82.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira