Háværar kröfur um að stjórn norska olíusjóðsins víki 11. mars 2009 11:26 Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun. Tap sjóðsins á síðasta ári nam 633 milljörðum norskra kr. eða um tíu þúsund milljörðum kr. Og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er talið að tapið nemi um 250 milljörðum norskra kr. í viðbót. Svein Gjedrem seðlabankastjóri Noregs kynnti ársuppgjör sjóðsins. Fram kom í máli hans að fjármálakreppan hafi komið verulega illa við fjárfestingar sjóðsins á alþjóðlegum mörkuðum. „Við drögum okkar lærdóm af þessu slæma uppgjöri og höfum gert verulegar breytingar á fjárfestingarstefnu sjóðsins," segir Gjedrem. Þrátt fyrir tapið stækkaði sjóðurinn á síðasta ári, einkum vegna hins háa olíuverðs sem var framan af árinu og til síðsumars. Um áramótin var sjóðurinn 2.275 milljarðar norskra kr. eða um 32.800 milljarðar kr. að stærð og hafði bætt við sig 150 milljörðum norskra kr. á árinu. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun. Tap sjóðsins á síðasta ári nam 633 milljörðum norskra kr. eða um tíu þúsund milljörðum kr. Og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er talið að tapið nemi um 250 milljörðum norskra kr. í viðbót. Svein Gjedrem seðlabankastjóri Noregs kynnti ársuppgjör sjóðsins. Fram kom í máli hans að fjármálakreppan hafi komið verulega illa við fjárfestingar sjóðsins á alþjóðlegum mörkuðum. „Við drögum okkar lærdóm af þessu slæma uppgjöri og höfum gert verulegar breytingar á fjárfestingarstefnu sjóðsins," segir Gjedrem. Þrátt fyrir tapið stækkaði sjóðurinn á síðasta ári, einkum vegna hins háa olíuverðs sem var framan af árinu og til síðsumars. Um áramótin var sjóðurinn 2.275 milljarðar norskra kr. eða um 32.800 milljarðar kr. að stærð og hafði bætt við sig 150 milljörðum norskra kr. á árinu.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira