Viðskipti erlent

Háværar kröfur um að stjórn norska olíusjóðsins víki

Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun.

Tap sjóðsins á síðasta ári nam 633 milljörðum norskra kr. eða um tíu þúsund milljörðum kr. Og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er talið að tapið nemi um 250 milljörðum norskra kr. í viðbót.

Svein Gjedrem seðlabankastjóri Noregs kynnti ársuppgjör sjóðsins. Fram kom í máli hans að fjármálakreppan hafi komið verulega illa við fjárfestingar sjóðsins á alþjóðlegum mörkuðum.

„Við drögum okkar lærdóm af þessu slæma uppgjöri og höfum gert verulegar breytingar á fjárfestingarstefnu sjóðsins," segir Gjedrem.

Þrátt fyrir tapið stækkaði sjóðurinn á síðasta ári, einkum vegna hins háa olíuverðs sem var framan af árinu og til síðsumars. Um áramótin var sjóðurinn 2.275 milljarðar norskra kr. eða um 32.800 milljarðar kr. að stærð og hafði bætt við sig 150 milljörðum norskra kr. á árinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×