Gulur, rauður, grænn og blár 11. maí 2009 06:00 Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum. Á randi mínu um bóka- og leikfangaverslanir höfuðborgarinnar kem ég yfirleitt að tómum hillum þar sem Crayola-litirnir voru vanir að vera. Stundum er þó hægt að finna stöku pakka en þá aðeins með átta litum. Ég man þá tíð þegar hægt var að kaupa 64 liti sem stóðu eins og stoltur kirkjukór upp úr Crayola-kassanum og rúsínan í pylsuendanum var innbyggður yddari. (Í þessum orðum skrifuðum fer lagið „Glory Days" með Bruce Springsteen skyndilega að hljóma í kollinum á mér og það er slæmt því mér finnst Bruce ekki skemmtilegur.) Mér finnst allir litir fallegir og vil hafa úr sem flestum að velja. Þetta varð að vandamáli þegar mig vantaði nýtt áklæði á stofustólana mína. Fyrst vildi ég gult, svo appelsínugult, þá rautt en valdi að lokum grasgrænt. Það tók tvö ár að ná niðurstöðu en auðvitað er það eðlilegur fórnarkostnaður þegar heimurinn hefur upp á svona marga fallega liti að bjóða. Þess vegna má ég heldur ekki til þess hugsa að hér alist upp kynslóð sem ekki þekkir almennilega litakassa nema af afspurn og kassarnir fái sama ljómann í lífi barna og risaeðlurnar og víkingar. Nokkuð sem hægt er að finna ummerki eftir en ómögulegt að sjá með berum augum. Þess vegna krefst ég nú aðgerða að hálfu stjórnvalda. Annars hóta ég „fjárhagslegri borgarastyrjöld", eins og maðurinn sagði í Kastljósi á mánudagskvöldið án þess að nokkur áhorfenda skildi við hvað hann ætti og fréttamanninum virtist finnast of fáránlegt til að fá útskýringu á. Eftir nokkrar vangaveltur finnst mér „fjárhagsleg borgarastyrjöld" hljóta að felast í því að þjóðin kaupi upp þá fáu Crayola-litakassa sem enn eru eftir í verslunum, fari síðan heim og teikni framtíð sína upp á nýtt, alveg sjálf. Grænt gras, blár himinn, gul sól og marglit við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum. Á randi mínu um bóka- og leikfangaverslanir höfuðborgarinnar kem ég yfirleitt að tómum hillum þar sem Crayola-litirnir voru vanir að vera. Stundum er þó hægt að finna stöku pakka en þá aðeins með átta litum. Ég man þá tíð þegar hægt var að kaupa 64 liti sem stóðu eins og stoltur kirkjukór upp úr Crayola-kassanum og rúsínan í pylsuendanum var innbyggður yddari. (Í þessum orðum skrifuðum fer lagið „Glory Days" með Bruce Springsteen skyndilega að hljóma í kollinum á mér og það er slæmt því mér finnst Bruce ekki skemmtilegur.) Mér finnst allir litir fallegir og vil hafa úr sem flestum að velja. Þetta varð að vandamáli þegar mig vantaði nýtt áklæði á stofustólana mína. Fyrst vildi ég gult, svo appelsínugult, þá rautt en valdi að lokum grasgrænt. Það tók tvö ár að ná niðurstöðu en auðvitað er það eðlilegur fórnarkostnaður þegar heimurinn hefur upp á svona marga fallega liti að bjóða. Þess vegna má ég heldur ekki til þess hugsa að hér alist upp kynslóð sem ekki þekkir almennilega litakassa nema af afspurn og kassarnir fái sama ljómann í lífi barna og risaeðlurnar og víkingar. Nokkuð sem hægt er að finna ummerki eftir en ómögulegt að sjá með berum augum. Þess vegna krefst ég nú aðgerða að hálfu stjórnvalda. Annars hóta ég „fjárhagslegri borgarastyrjöld", eins og maðurinn sagði í Kastljósi á mánudagskvöldið án þess að nokkur áhorfenda skildi við hvað hann ætti og fréttamanninum virtist finnast of fáránlegt til að fá útskýringu á. Eftir nokkrar vangaveltur finnst mér „fjárhagsleg borgarastyrjöld" hljóta að felast í því að þjóðin kaupi upp þá fáu Crayola-litakassa sem enn eru eftir í verslunum, fari síðan heim og teikni framtíð sína upp á nýtt, alveg sjálf. Grænt gras, blár himinn, gul sól og marglit við.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun