Viðskipti erlent

Seðlabanki Bandaríkjanna mun beita öllum tiltækum ráðum

Bernanke ætlar að beita öllum tiltækum ráðum gegn kreppunni.
Bernanke ætlar að beita öllum tiltækum ráðum gegn kreppunni.
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, sagði í dag að bankinn myndi nota öll tiltæk verkfæri til þess að ná stöðugleika á fjármálamörkuðum og koma Bandaríkjunum úr kreppunni.

„Við í Seðlabankanum munum halda áfram að nota öll tiltæk tæki eins lengi og við þurfum til þess að styðja við endurreisn fjármálamarkaða og ná fram heilbrigðum hagvexti," sagði Bernanke, er hann var staddur við hátíðlega viðhöfn í Dillon í Suður Karólínu, þar sem hann ólst upp. Búist er við að Bernanke haldi ræðu um eftirlit með fjármálamarkaðnum í Washington í næstu viku.

Seðlabankinn lækkaði vexti nánast niður í núll í desembermánuði, en vextir höfðu verið 4,25% í upphafi árs 2008. Auk stýrivaxtalækkunarinnar hefur Seðlabankinn dælt hundruðum milljarða inn í fjármálakerfið til að örva hagkerfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×