Arnar Darri Pétursson, 18 ára íslenskur markvörður hjá norska liðinu Lyn, mun spila sinn fyrsta opinbera leik með liðinu í norska bikarnum í kvöld. Lyn mætir Røa í 2. umferð bikarsins.
Arnar Darri er ekki eini Íslendingurinn í byrjunarliði Lyn því þeir Indriði Sigurðsson og Theódór Elmar Bjarnason eru einnig í liðinu.