Handbolti

Nær öruggt að Ólafur fer til Þýskalands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Það er nær öruggt að Ólafur Stefánsson verði leikmaður Rhein Neckar Löwen bráðlega. Hann á aðeins eftir að skrifa undir samning við þýska félagið.

„Já það er eiginlega öruggt. Ég á reyndar eftir að skrifa undir samning en það eru allar líkur á að ég geri það," sagði Ólafur í samtali við Vísi stuttu eftir að hann var kjörinn íþróttamaður ársins.

Þá sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali að hann reikni með að taka landsliðsskóna úr hillunni næsta haust. „Ég ætla að spila aftur með landsliðinu, ef ég verð valinn. Ég verð að vera í formi, ég vil ekki vera valinn af einhverri fornri frægð," sagði Ólafur.


Tengdar fréttir

Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins 2008

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er íþróttamaður ársins 2008. Þetta var tilkynnt á Grand Hótel í Reykjavík nú rétt í þessu. Ólafur fékk fullt hús í kjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×