Samuel Eto´o er ekki búinn að jafna sig á því að hafa verið seldur frá Barcelona síðasta sumar og ætlar að keyra áfram skaðabótakröfu upp á 2 milljónir evra að því er umboðsmaður hans segir.
Umboðsmaðurinn segir að Eto´o njóti lífsins hjá Inter á Ítalíu en sé enn pirraður yfir því að hafa verið mokað út af Camp Nou. Hann vill fá sinn hluta af kaupverðinu.
Barca segir að leikmenn eigi aðeins lagalegan rétt á slíkri greiðslu ef um sölu á milli spænskra félaga sé að ræða. Því er Eto´o ósammála og er tilbúinn að fara með málið fyrir rétt ef á þarf að halda.
Sem fyrr segir vill Eto´o fá litlar 2 milljónir evra í sinn vasa.