Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hækkað um 3,01 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 1,87 prósent, Færeyjabanka, sem hefur hækkað um 1,47 prósent og Century Aluminum, sem hefur hækkað um 0,6 prósent.
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,5 prósent á sama tíma.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,9 prósent og stendur í 226 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) hefur hækkað um 0,95 prósent á sama tíma og stendur hún í 590,4 stigum.