Fótbolti

Leonardo: Sókn gæti verið besta vörnin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leonardo, þjálfari AC Milan.
Leonardo, þjálfari AC Milan. Nordic Photos / Getty Images

Hinn brasilíski þjálfari AC Milan, Leonardo, er að íhuga að sækja grimmt er Milan mætir Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun. Sókn gæti verið besta vörnin að mati Leonardo.

Milan spilaði mikinn sóknarleik gegn Roma um helgina með þá Ronaldinho, Alexandre Pato og Inzaghi í broddi fylkingar.

„Mún ég spila sömu taktík og gegn Roma? Ég þarf að skoða það alvarlega. Ég er með leikmenn sem geta spilað hin og þessi hlutverk á vellinum," sagði Leonardo.

Hann er að íhuga að spila 4-3-3 gegn Madrid og vonast til þess að setja varnarmenn Real undir pressu um leið og leikurinn hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×