Þjóðin þarf nýtt sóknarskeið strax 3. október 2009 06:30 Forseti Íslands sagði við setningu Alþingis á fimmtudag að sóknarskeið fyrir Ísland væri raunhæft haustið 2010 og nú þyrfti að hætta flokkadráttum. Hvernig á að eyða flokkadráttum í þjóðfélagi sem byggir á stjórnmálaflokkum og mismunandi lífsviðhorfum fólks? Af hverju eigum við að bíða til haustins 2010 með sóknarskeið? Fjárlagafrumvarpið boðar niðurskurð á útgjöldum og skattahækkanir sem endurspeglar stefnu stjórnvalda. Forsvarsmenn samtaka í atvinnulífinu og fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar eru langeyg eftir vonarneista og trú á að ástandið sé að lagast. Það er ekki hægt að bíða haustsins 2010 með að spila sóknarleik. Fjárlagafrumvarp næsta árs lofar ekki góðu. Það versta við núverandi aðstæður er að hækka verulega skatta á fyrirtæki og einstaklinga. Það dýpkar kreppuna. Tekjuaukning þjóðarinnar má ekki byggja á því að taka mikla fjármuni af fyrirtækjum og einstaklingum til að auka tekjur ríkissjóðs. Þá er verið að færa fjármuni úr vasa almennings og athafnafólks í vasa ríkissjóðs. Það mun ekki auðvelda sóknarleikinn og atvinnuuppbyggingu. Fjöldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og einstaklinga er með frábærar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu og tekjuöflun með útflutningi á vöru og þjónustu. Mörg þessara fyrirtækja hafa tengst rannsóknum innan háskólanna og það er oft vanmetið hve stórt hlutverk háskólarnir geta leikið í nýsköpun og þróunarstarfi. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki og starfsfólk þeirra eru mikilvægur hluti sóknarleiksins enda eru vel yfir 90 prósent fyrirtækja í landinu með færri en 50 starfsmenn. Þarna eru þúsundir starfsmanna, yfirleitt vel menntað fólk sem er að bera ávöxt vegna góðrar menntunar og dugnaðar. Við eigum nokkur fyrirtæki í sömu sporum og Marel og Össur fyrir 10 til 15 árum og þurfum að hlúa að þeim. Það eru einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki sem þurfa að vera drifkraftur íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Atvinnuuppbygging verður ekki til við ríkisstjórnarborðið eða í ríkisbönkunum, en ríkisvaldið, bankarnir og lífeyrissjóðirnir þurfa að veita stuðning og vinna með í endurreisninni. Lagning vega og jarðganga og bygging háskólasjúkrahúss eru áhugaverð verkefni, en búa ekki til nýjar útflutningstekjur og nýtt sóknarskeið. Þjóðin þarf atvinnuuppbyggingu sem byggir á útflutningstekjum, öflun gjaldeyris, til að koma okkur út úr vandanum. Við þurfum sóknaráætlun strax, en ekki starf sóknarnefnda sem skila skýrslum síðla árs 2010! Sóknarnefndir gegna mikilvægu hlutverki í kirkjulegu starfi, en við þurfum annars konar vinnulag við endurreisn atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun
Forseti Íslands sagði við setningu Alþingis á fimmtudag að sóknarskeið fyrir Ísland væri raunhæft haustið 2010 og nú þyrfti að hætta flokkadráttum. Hvernig á að eyða flokkadráttum í þjóðfélagi sem byggir á stjórnmálaflokkum og mismunandi lífsviðhorfum fólks? Af hverju eigum við að bíða til haustins 2010 með sóknarskeið? Fjárlagafrumvarpið boðar niðurskurð á útgjöldum og skattahækkanir sem endurspeglar stefnu stjórnvalda. Forsvarsmenn samtaka í atvinnulífinu og fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar eru langeyg eftir vonarneista og trú á að ástandið sé að lagast. Það er ekki hægt að bíða haustsins 2010 með að spila sóknarleik. Fjárlagafrumvarp næsta árs lofar ekki góðu. Það versta við núverandi aðstæður er að hækka verulega skatta á fyrirtæki og einstaklinga. Það dýpkar kreppuna. Tekjuaukning þjóðarinnar má ekki byggja á því að taka mikla fjármuni af fyrirtækjum og einstaklingum til að auka tekjur ríkissjóðs. Þá er verið að færa fjármuni úr vasa almennings og athafnafólks í vasa ríkissjóðs. Það mun ekki auðvelda sóknarleikinn og atvinnuuppbyggingu. Fjöldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og einstaklinga er með frábærar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu og tekjuöflun með útflutningi á vöru og þjónustu. Mörg þessara fyrirtækja hafa tengst rannsóknum innan háskólanna og það er oft vanmetið hve stórt hlutverk háskólarnir geta leikið í nýsköpun og þróunarstarfi. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki og starfsfólk þeirra eru mikilvægur hluti sóknarleiksins enda eru vel yfir 90 prósent fyrirtækja í landinu með færri en 50 starfsmenn. Þarna eru þúsundir starfsmanna, yfirleitt vel menntað fólk sem er að bera ávöxt vegna góðrar menntunar og dugnaðar. Við eigum nokkur fyrirtæki í sömu sporum og Marel og Össur fyrir 10 til 15 árum og þurfum að hlúa að þeim. Það eru einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki sem þurfa að vera drifkraftur íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Atvinnuuppbygging verður ekki til við ríkisstjórnarborðið eða í ríkisbönkunum, en ríkisvaldið, bankarnir og lífeyrissjóðirnir þurfa að veita stuðning og vinna með í endurreisninni. Lagning vega og jarðganga og bygging háskólasjúkrahúss eru áhugaverð verkefni, en búa ekki til nýjar útflutningstekjur og nýtt sóknarskeið. Þjóðin þarf atvinnuuppbyggingu sem byggir á útflutningstekjum, öflun gjaldeyris, til að koma okkur út úr vandanum. Við þurfum sóknaráætlun strax, en ekki starf sóknarnefnda sem skila skýrslum síðla árs 2010! Sóknarnefndir gegna mikilvægu hlutverki í kirkjulegu starfi, en við þurfum annars konar vinnulag við endurreisn atvinnulífsins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun