Álfyrirtæki ganga á birgðir til að nýta verðhækkanir 1. september 2009 10:55 Álverð á heimsmarkaði er aftur komið upp fyrir 1.900 dollara á tonnið hafa lækkað aðeins í síðustu viku. Á undanförnum tveimur vikum hefur álverð lækkað um 10% eftir umtalsverðar hækkanir í sumar. Á fyrri helmingi ársins hækkaði álverð um 6% í kauphöllinni í London (London Metal Exchange) en á tveimur mánuðum frá júníbyrjun til loka júlí rauk það upp um þriðjung samhliða hækkun á verði annarra hrávara. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um þróunina í Hagsjá sinni. Þar segir að fregnir af álmörkuðum benda til þess að álfyrirtæki hafi gengið á birgðir að undanförnu til þess að nýta sér hækkandi verð. Þannig metur Alþjóðaálstofnunin (International Aluminium Institute - IAI) að alls hafi 2,3 milljón tonn af áli verið í birgðageymslum á heimsvísu í lok júlí, samanborið við 2,9 milljón tonn á sama tíma fyrir ári. Af þessum tölum er rúmur helmingur óunnið ál tilbúið til vinnslu, þ.e. blokkir áls úr álverum, en afgangurinn m.a. afgangsál til endurvinnslu og ál á hinum ýmsu vinnslustigum. Samhliða útgáfu upplýsinga um birgðastöðu áls í heiminum tilkynnti stærsta álframleiðslufyrirtæki Kína, Aluminum Corp. of China (Chalco), að þarlend álver, miðlarar og vöruhús hefðu allt að 600 þúsund rúmtonn í hirslum sínum sökum umframframleiðslu undanfarið þar í landi. Þær birgðir eru ekki meðtaldar í ofangreindum tölum IAI og er magnið þrefalt meira en uppgefnar birgðir í vöruhúsum kauphallarinnar í Shanghaí sem geyma hrávörur vegna framvirkra samninga. Hátt verð á áli undanfarið hefur verið útskýrt með ýmsu móti. Meðal annars lágu vaxtastigi víðast hvar sem hvetur fjárfesta til að leita ávöxtunar á nýjum vettvangi, t.d. hrávörum. Þá efldu jákvæðar hagtölur í sumar bjartsýni á að það versta sé yfirstaðið í efnahagsniðursveiflunni sem gaf fjárfestum trú á aukna eftirspurn. Kínversk yfirvöld hafa það sem af er ári safnað varaforða áls fyrir milligöngu Varaforðaskrifstofu ríkisins, um 570 þúsund rúmtonn alls. Meirihluti varaforðans er keyptur af Chalco en framleiðsla hefur verið aukin upp á síðkastið fyrir tilstilli efnahagshvata stjórnvalda. Haft er eftir forstjóra Chalco í frétt á Bloomberg að ekki standi til að selja af varaforðanum í bráð. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Álverð á heimsmarkaði er aftur komið upp fyrir 1.900 dollara á tonnið hafa lækkað aðeins í síðustu viku. Á undanförnum tveimur vikum hefur álverð lækkað um 10% eftir umtalsverðar hækkanir í sumar. Á fyrri helmingi ársins hækkaði álverð um 6% í kauphöllinni í London (London Metal Exchange) en á tveimur mánuðum frá júníbyrjun til loka júlí rauk það upp um þriðjung samhliða hækkun á verði annarra hrávara. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um þróunina í Hagsjá sinni. Þar segir að fregnir af álmörkuðum benda til þess að álfyrirtæki hafi gengið á birgðir að undanförnu til þess að nýta sér hækkandi verð. Þannig metur Alþjóðaálstofnunin (International Aluminium Institute - IAI) að alls hafi 2,3 milljón tonn af áli verið í birgðageymslum á heimsvísu í lok júlí, samanborið við 2,9 milljón tonn á sama tíma fyrir ári. Af þessum tölum er rúmur helmingur óunnið ál tilbúið til vinnslu, þ.e. blokkir áls úr álverum, en afgangurinn m.a. afgangsál til endurvinnslu og ál á hinum ýmsu vinnslustigum. Samhliða útgáfu upplýsinga um birgðastöðu áls í heiminum tilkynnti stærsta álframleiðslufyrirtæki Kína, Aluminum Corp. of China (Chalco), að þarlend álver, miðlarar og vöruhús hefðu allt að 600 þúsund rúmtonn í hirslum sínum sökum umframframleiðslu undanfarið þar í landi. Þær birgðir eru ekki meðtaldar í ofangreindum tölum IAI og er magnið þrefalt meira en uppgefnar birgðir í vöruhúsum kauphallarinnar í Shanghaí sem geyma hrávörur vegna framvirkra samninga. Hátt verð á áli undanfarið hefur verið útskýrt með ýmsu móti. Meðal annars lágu vaxtastigi víðast hvar sem hvetur fjárfesta til að leita ávöxtunar á nýjum vettvangi, t.d. hrávörum. Þá efldu jákvæðar hagtölur í sumar bjartsýni á að það versta sé yfirstaðið í efnahagsniðursveiflunni sem gaf fjárfestum trú á aukna eftirspurn. Kínversk yfirvöld hafa það sem af er ári safnað varaforða áls fyrir milligöngu Varaforðaskrifstofu ríkisins, um 570 þúsund rúmtonn alls. Meirihluti varaforðans er keyptur af Chalco en framleiðsla hefur verið aukin upp á síðkastið fyrir tilstilli efnahagshvata stjórnvalda. Haft er eftir forstjóra Chalco í frétt á Bloomberg að ekki standi til að selja af varaforðanum í bráð.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent