Danir geta tekið út séreignasparnað sinn í júní 2. mars 2009 10:43 Danskir launþegar geta tekið út séreignasparnað sinn frá 1. júní í ár og fram til áramóta þrátt fyrir að hafa ekki náð 65 ára aldri. Þetta hefur danska stjórnin ákveðið. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að Danir eigi nú 50 milljarða danskra kr. í séreignasparnaði eða um 960 milljarða kr.. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verða þeim sem ætla að taka sparnað sinn út að greiða 35% skatt af fyrstu 15.000 dkr. og síðan 50% skatt af upphæðum sem eru umfram þá tölu. Lars Lökke Rasmussen fjármálaráðherra segir í samtali við blaðið að almennt liggi séreignasparnaður hins almenna Dana á bilinu 15.000 til 30.000 dkr. eða allt að tæplega 600.000 kr.. Lars Lökke segist ekki geta sagt til um hve margir Danir muni nýta sér þetta „tilboð" stjórnvalda. Fram kemur í samtalinu við Lars Lökke að ákvörðunin er m.a. tekin til þess að þær fjölskyldur sem eiga í fjárhagserfiðleikum geti nú haft meira fé milli handanna og þar af leiðandi aukið neyslu sína sem aftur hjálpar til við að halda atvinnulífinu gangandi. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danskir launþegar geta tekið út séreignasparnað sinn frá 1. júní í ár og fram til áramóta þrátt fyrir að hafa ekki náð 65 ára aldri. Þetta hefur danska stjórnin ákveðið. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að Danir eigi nú 50 milljarða danskra kr. í séreignasparnaði eða um 960 milljarða kr.. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verða þeim sem ætla að taka sparnað sinn út að greiða 35% skatt af fyrstu 15.000 dkr. og síðan 50% skatt af upphæðum sem eru umfram þá tölu. Lars Lökke Rasmussen fjármálaráðherra segir í samtali við blaðið að almennt liggi séreignasparnaður hins almenna Dana á bilinu 15.000 til 30.000 dkr. eða allt að tæplega 600.000 kr.. Lars Lökke segist ekki geta sagt til um hve margir Danir muni nýta sér þetta „tilboð" stjórnvalda. Fram kemur í samtalinu við Lars Lökke að ákvörðunin er m.a. tekin til þess að þær fjölskyldur sem eiga í fjárhagserfiðleikum geti nú haft meira fé milli handanna og þar af leiðandi aukið neyslu sína sem aftur hjálpar til við að halda atvinnulífinu gangandi.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira