Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag.
Erna Björk Sigurðardóttir er að leika sinn 25. landsleik.
Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Kórnum. Það kostar 1.000 kr. inn fyrir fullorðna en frítt er fyrir 16 ára og yngri.
Leikurinn er þess utan í beinni útsendingu á Rúv.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir
Hægri bakvörður: Erna Björk Sigurðardóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir
Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir
Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir