GAIS tapaði í dag fyrir Helsingborg, 4-1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Guðmundur Reynir Gunnarsson var einn Íslendinganna í byrjunarliði GAIS í dag en þeir Guðjón Baldvinsson og Eyjólfur Héðinsson komu báðir inn á sem varamenn. Hallgrímur Jónasson var ekki í leikmannahópi liðsins.
Ólafur Ingi Skúlason lék ekki með Helsingborg vegna meiðsla. Henrik Larsson, fyrirliði Helsingborg, skoraði eitt marka sinna manna í leiknum.