Tískan og Thatcher Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 22. september 2009 06:00 Ég heyri oft fólk á besta aldri, sem telur sig svolítið viturt og lífsreynt, segja söguna af því þegar það var ungt og vinstrisinnað. Yfirleitt hljómar þetta einhvern veginn svona: „Einu sinni var ég mikill vinstrisinni, já maður minn, svei mér ef maður daðraði ekki bara við kommúnisma!" og það hlær góðlátlega yfir kjánaskap fortíðarinnar, hristir hausinn og segir svo söguna af því að svo hafi það fullorðnast og kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan. Líkt og það sé eðlilegur hluti þroska þess. Um leið og þetta fólk trúir að allar stjórnmálaskoðanir sem það trúði einlæglega á séu eins vitlausar og hugsast getur, trúir það að tónlistin sem það hlustaði á á sama tíma sé sú besta sem samin hefur verið Mér hefur alltaf þótt þessi ályktun þroskaða hægri fólksins sem sagði skilið við vinstri villuna og ungæðisháttinn ögn spaugileg og fátt eiga skilið við meðvitaða ákvörðun. Miklu frekar finnst mér þessi saga af unga vinstrimanninum sem snýst til hægrimennsku á fullorðinsárum bera vott um áhrifagirni. Þetta fólk var ungt og í mótmælahug þegar enn eimdi eftir af hugsjónum svokallaðrar 68-kynslóðar; þegar öflugu heilbrigðis-, mennta-, og almannatryggingakerfi var komið á laggirnar, kvenfrelsi jókst og það dró úr kynþáttamisrétti. Jafnaðarmennska var móðins og flest allt ungt fólk aðhylltist þá tísku. Svo varð þetta sama fólk fullorðið og Ronald Reagan og Thatcher urðu helstu hetjur samtímans. Vinstrimennskan hætti að vera í tísku rétt eins og útvíðu gallabuxurnar. Í skólum voru það ekki ungir menn, sem höfðu andstyggð á stríðinu í Víetnam, sem helst höfðu sig í frammi heldur ungir menn sem töluðu um mikilvægi frelsis í viðskiptum. Þessi umskipti tengjast tískunni miklu frekar en því að vera hluti af eðlilegu þroskaferli mannsins eins og svo margir miðaldra halda fram. Þetta er í sjálfu sér ekkert undarleg hegðun, fólk vill venjulega fylgja ríkjandi tískustraumum og alla ævi skiptum við ómeðvitað um skoðun. Eða alveg þar til við verðum of gömul til að játa að það komi fyrir að við höfum rangt fyrir okkur eða að ekki sé til neinn einn sannleikur þegar kemur að stjórnmálum. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd er langt frá því gallalaus en á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur engin mistök játað eða beðist afsökunar á nokkrum hlut sem hér fór úrskeiðis hljómar gagnrýni þeirra álíka taktlaust og manns sem öskrar Scooter á tónleikum með Jethro Tull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Ég heyri oft fólk á besta aldri, sem telur sig svolítið viturt og lífsreynt, segja söguna af því þegar það var ungt og vinstrisinnað. Yfirleitt hljómar þetta einhvern veginn svona: „Einu sinni var ég mikill vinstrisinni, já maður minn, svei mér ef maður daðraði ekki bara við kommúnisma!" og það hlær góðlátlega yfir kjánaskap fortíðarinnar, hristir hausinn og segir svo söguna af því að svo hafi það fullorðnast og kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan. Líkt og það sé eðlilegur hluti þroska þess. Um leið og þetta fólk trúir að allar stjórnmálaskoðanir sem það trúði einlæglega á séu eins vitlausar og hugsast getur, trúir það að tónlistin sem það hlustaði á á sama tíma sé sú besta sem samin hefur verið Mér hefur alltaf þótt þessi ályktun þroskaða hægri fólksins sem sagði skilið við vinstri villuna og ungæðisháttinn ögn spaugileg og fátt eiga skilið við meðvitaða ákvörðun. Miklu frekar finnst mér þessi saga af unga vinstrimanninum sem snýst til hægrimennsku á fullorðinsárum bera vott um áhrifagirni. Þetta fólk var ungt og í mótmælahug þegar enn eimdi eftir af hugsjónum svokallaðrar 68-kynslóðar; þegar öflugu heilbrigðis-, mennta-, og almannatryggingakerfi var komið á laggirnar, kvenfrelsi jókst og það dró úr kynþáttamisrétti. Jafnaðarmennska var móðins og flest allt ungt fólk aðhylltist þá tísku. Svo varð þetta sama fólk fullorðið og Ronald Reagan og Thatcher urðu helstu hetjur samtímans. Vinstrimennskan hætti að vera í tísku rétt eins og útvíðu gallabuxurnar. Í skólum voru það ekki ungir menn, sem höfðu andstyggð á stríðinu í Víetnam, sem helst höfðu sig í frammi heldur ungir menn sem töluðu um mikilvægi frelsis í viðskiptum. Þessi umskipti tengjast tískunni miklu frekar en því að vera hluti af eðlilegu þroskaferli mannsins eins og svo margir miðaldra halda fram. Þetta er í sjálfu sér ekkert undarleg hegðun, fólk vill venjulega fylgja ríkjandi tískustraumum og alla ævi skiptum við ómeðvitað um skoðun. Eða alveg þar til við verðum of gömul til að játa að það komi fyrir að við höfum rangt fyrir okkur eða að ekki sé til neinn einn sannleikur þegar kemur að stjórnmálum. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd er langt frá því gallalaus en á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur engin mistök játað eða beðist afsökunar á nokkrum hlut sem hér fór úrskeiðis hljómar gagnrýni þeirra álíka taktlaust og manns sem öskrar Scooter á tónleikum með Jethro Tull.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun