Týnt barn og breskur krimmi 8. janúar 2009 06:00 Sólskinsdrengur Friðriks Heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn hefur þegar vakið mikla athygli, en hún fjallar á mannlegan hátt um einhverfu. Janúar og febrúar-dúettinn er í hugum margra leiðinlegasta tvíeyki ársins. Þetta gildir þó ekki um kvikmyndaáhugafólk enda rekur á fjörurnar margar af bestu kvikmyndum hvers árs á þessu tímabili. Reyndar hefst kvikmyndaárið 2009 með íslenskri kvikmynd, heimildarmyndinni Sólskinsdreng eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem fjallar um einhverfu. Myndin hefur þegar vakið mikla athygli en hún segir sögu Margrétar Dagmarar, sem hefur reynt allt til að koma syni sínum, Kela, til hjálpar. Hann er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu. Í tilefni af frumsýningunni munu Taylor Crowe og faðir hans, Dr. David Crowe, sækja landið heim en Taylor er með hæsta stig einhverfu líkt og Keli. Nánar verður rætt við Margréti í helgarblaði Fréttablaðsins á laugardaginn. Þeir sem kjósa frekar þægilega afþreyingu hafa einnig úr nægu að velja. Will Smith skiptir um gír í kvikmyndinni Seven Pounds eftir sama leikstjóra og gerði Pursuit of Happyness. Í stað þess að berjast fyrir tilvist heimsins þá hyggst Smith breyta lífi sjö manneskja eftir að hafa orðið sama fjölda að bana í umferðarslysi. Guy Ritchie snýr síðan aftur í undirheima eftir að hafa reynt, með fremur misheppnuðum hætti, að koma kvikmyndaferli fyrrverandi eiginkonu sinnar á flug. Ricthie er á svipuðum slóðum og í Snatch og Lock Stock en kvikmyndin RocknRolla segir frá baráttu breskra glæpamanna um yfirráð yfir rússneskri fasteignasvikamyllu. Óskarinn Kvikmyndinni Changeling er spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Meðal þeirra sem leika í RocknRolla má nefna skoska sjarmatröllið Gerard Butler sem lék aðalhlutverkin í Bjólfskviðu og 300. Mynd helgarinnar kemur þó án nokkurs vafa frá meistara Clint Eastwoood. Hún heitir Changeling og skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Myndinni hefur þegar verið spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún hlaut meðal annars tvær tilnefningar til Golden Globe-verðlauna. Christine er einstæð móðir í miðri heimskreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Hún uppgötvar sér til mikillar skelfingar að syni hennar hefur verið rænt og reynir að fá aðstoð lögreglunnar en talar þar fyrir daufum eyrum. Í kjölfarið fara fjölmiðlar á stjá og upp úr kafinu kemur að sonur Christine er ekki eina barnið sem hefur horfið sporlaust. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Janúar og febrúar-dúettinn er í hugum margra leiðinlegasta tvíeyki ársins. Þetta gildir þó ekki um kvikmyndaáhugafólk enda rekur á fjörurnar margar af bestu kvikmyndum hvers árs á þessu tímabili. Reyndar hefst kvikmyndaárið 2009 með íslenskri kvikmynd, heimildarmyndinni Sólskinsdreng eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem fjallar um einhverfu. Myndin hefur þegar vakið mikla athygli en hún segir sögu Margrétar Dagmarar, sem hefur reynt allt til að koma syni sínum, Kela, til hjálpar. Hann er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu. Í tilefni af frumsýningunni munu Taylor Crowe og faðir hans, Dr. David Crowe, sækja landið heim en Taylor er með hæsta stig einhverfu líkt og Keli. Nánar verður rætt við Margréti í helgarblaði Fréttablaðsins á laugardaginn. Þeir sem kjósa frekar þægilega afþreyingu hafa einnig úr nægu að velja. Will Smith skiptir um gír í kvikmyndinni Seven Pounds eftir sama leikstjóra og gerði Pursuit of Happyness. Í stað þess að berjast fyrir tilvist heimsins þá hyggst Smith breyta lífi sjö manneskja eftir að hafa orðið sama fjölda að bana í umferðarslysi. Guy Ritchie snýr síðan aftur í undirheima eftir að hafa reynt, með fremur misheppnuðum hætti, að koma kvikmyndaferli fyrrverandi eiginkonu sinnar á flug. Ricthie er á svipuðum slóðum og í Snatch og Lock Stock en kvikmyndin RocknRolla segir frá baráttu breskra glæpamanna um yfirráð yfir rússneskri fasteignasvikamyllu. Óskarinn Kvikmyndinni Changeling er spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Meðal þeirra sem leika í RocknRolla má nefna skoska sjarmatröllið Gerard Butler sem lék aðalhlutverkin í Bjólfskviðu og 300. Mynd helgarinnar kemur þó án nokkurs vafa frá meistara Clint Eastwoood. Hún heitir Changeling og skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Myndinni hefur þegar verið spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún hlaut meðal annars tvær tilnefningar til Golden Globe-verðlauna. Christine er einstæð móðir í miðri heimskreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Hún uppgötvar sér til mikillar skelfingar að syni hennar hefur verið rænt og reynir að fá aðstoð lögreglunnar en talar þar fyrir daufum eyrum. Í kjölfarið fara fjölmiðlar á stjá og upp úr kafinu kemur að sonur Christine er ekki eina barnið sem hefur horfið sporlaust.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira