Úrelt prentlög Jón Kaldal skrifar 12. mars 2009 06:00 Stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem afhjúpar fádæma þekkingarleysi á starfsumhverfi meðlima félagsins. Tilefni yfirlýsingarinnar er nýfallinn dómur í Hæstarétti, þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli um Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfingers. Ummælin voru höfð eftir nafngreindum viðmælanda, en niðurstaða Hæstaréttar er að samkvæmt prentlögum teljist blaðamaðurinn, sem var skrifaður fyrir greininni, bera ábyrgð á þeim sem höfundur greinarinnar. Í yfirlýsingu stjórnar Blaðamannafélagsins segir að dómurinn skilji „gervalla blaðamannastéttina eftir í algerri réttaróvissu". Þar er jafnframt sagt að blaðamenn þurfi að vita „hvort þessi túlkun Hæstaréttar á við um alla miðla. Hvað með beinar útsendingar til dæmis? Hver er þá ábyrgur?" Þetta er ákaflega vandræðaleg spurning, svo vægt sé til orða tekið. Stjórn Blaðamannafélagsins veit augsýnilega ekki að lagaumhverfi þeirra blaðamanna sem vinna við prentmiðla er annað en þeirra sem vinna við ljósvakamiðla. Um prentmiðla gilda lög um prentrétt en um ljósvakamiðla gilda útvarpslög og á þeim er allnokkur munur. Svarið við spurningu stjórnar Blaðamannafélagsins um hver beri ábyrgð í beinum útsendingum, er að finna í 26. grein útvarpslaganna. Þar segir: „Sá sem flytur sjálfur efni í eigin nafni ber ábyrgð á því. Gildir það bæði um efni sem útvarpað er samtímis því að það er flutt og efni sem útvarpað er samkvæmt áður gerðri upptöku. Ákvæði þessarar málsgreinar taka einnig til samtals í útvarpi þannig að hver sem tekur þátt í samtali í eigin nafni ber ábyrgð á sínu framlagi í því." Þetta ákvæði útvarpslaganna er afdráttarlaust og á bæði við um sjónvarp og útvarp. Ákvæði prentlaga um ábyrgð er á hinn bóginn alls ekki eins klippt og skorið. Af þeim sökum gat Hæstiréttur dæmt blaðamann Vikunnar til ábyrgðar fyrir ummæli sem þó lá fyrir að voru efnislega samhljóða því sem viðmælandi blaðsins lét falla, þótt þau væru ekki algjörlega orðrétt eftir honum höfð. Þetta þýðir að ef sama viðtal hefði verið flutt í sjónvarpi en ekki prentað í blaði, hefði viðmælandinn verið ábyrgur samkvæmt lögum, og Ásgeir aðeins getað höfðað mál á hendur honum, en ekki fréttamanninum eða stöðinni sem sendi viðtalið út. Yfirlýsing stjórnar Blaðamannafélagsins um að gervöll blaðamannastétt sé skilin eftir í algerri réttaróvissu, er sem sagt tómur misskilningur. Það eru fyrst og síðast blaðamenn prentmiðla sem þurfa að þola verulega þrengra svigrúm en kollegar þeirra á ljósvakamiðlunum. Skýringin á þessu er líklega ekki önnur en sú að útvarpslögin er tiltölulega nýleg smíð en prentlögin hins vegar orðin ríflega hálfrar aldar gömul. Margt hefur breyst frá því þau voru sett. Til dæmis voru upptökutæki örugglega ekki jafn útbreidd tæki á ritstjórnum áður fyrr og nú, og því erfiðara um vik fyrir blaðamenn að sýna fram á hvað hafði verið sagt og hvað ekki, ef á það reyndi. Það er löngu tímabært að Blaðamannafélag Íslands beiti sér fyrir því að prentlögin verði endurskoðuð og færð til nútímans. Til þess að svo verði þarf þó að vera til staðar lágmarksþekking á lagaumhverfi stéttarinnar. Yfirlýsing stjórnar félagsins í gær var ekki til að efla traust á getu blaðamanna til að fjalla almennt um mál af þekkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem afhjúpar fádæma þekkingarleysi á starfsumhverfi meðlima félagsins. Tilefni yfirlýsingarinnar er nýfallinn dómur í Hæstarétti, þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli um Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfingers. Ummælin voru höfð eftir nafngreindum viðmælanda, en niðurstaða Hæstaréttar er að samkvæmt prentlögum teljist blaðamaðurinn, sem var skrifaður fyrir greininni, bera ábyrgð á þeim sem höfundur greinarinnar. Í yfirlýsingu stjórnar Blaðamannafélagsins segir að dómurinn skilji „gervalla blaðamannastéttina eftir í algerri réttaróvissu". Þar er jafnframt sagt að blaðamenn þurfi að vita „hvort þessi túlkun Hæstaréttar á við um alla miðla. Hvað með beinar útsendingar til dæmis? Hver er þá ábyrgur?" Þetta er ákaflega vandræðaleg spurning, svo vægt sé til orða tekið. Stjórn Blaðamannafélagsins veit augsýnilega ekki að lagaumhverfi þeirra blaðamanna sem vinna við prentmiðla er annað en þeirra sem vinna við ljósvakamiðla. Um prentmiðla gilda lög um prentrétt en um ljósvakamiðla gilda útvarpslög og á þeim er allnokkur munur. Svarið við spurningu stjórnar Blaðamannafélagsins um hver beri ábyrgð í beinum útsendingum, er að finna í 26. grein útvarpslaganna. Þar segir: „Sá sem flytur sjálfur efni í eigin nafni ber ábyrgð á því. Gildir það bæði um efni sem útvarpað er samtímis því að það er flutt og efni sem útvarpað er samkvæmt áður gerðri upptöku. Ákvæði þessarar málsgreinar taka einnig til samtals í útvarpi þannig að hver sem tekur þátt í samtali í eigin nafni ber ábyrgð á sínu framlagi í því." Þetta ákvæði útvarpslaganna er afdráttarlaust og á bæði við um sjónvarp og útvarp. Ákvæði prentlaga um ábyrgð er á hinn bóginn alls ekki eins klippt og skorið. Af þeim sökum gat Hæstiréttur dæmt blaðamann Vikunnar til ábyrgðar fyrir ummæli sem þó lá fyrir að voru efnislega samhljóða því sem viðmælandi blaðsins lét falla, þótt þau væru ekki algjörlega orðrétt eftir honum höfð. Þetta þýðir að ef sama viðtal hefði verið flutt í sjónvarpi en ekki prentað í blaði, hefði viðmælandinn verið ábyrgur samkvæmt lögum, og Ásgeir aðeins getað höfðað mál á hendur honum, en ekki fréttamanninum eða stöðinni sem sendi viðtalið út. Yfirlýsing stjórnar Blaðamannafélagsins um að gervöll blaðamannastétt sé skilin eftir í algerri réttaróvissu, er sem sagt tómur misskilningur. Það eru fyrst og síðast blaðamenn prentmiðla sem þurfa að þola verulega þrengra svigrúm en kollegar þeirra á ljósvakamiðlunum. Skýringin á þessu er líklega ekki önnur en sú að útvarpslögin er tiltölulega nýleg smíð en prentlögin hins vegar orðin ríflega hálfrar aldar gömul. Margt hefur breyst frá því þau voru sett. Til dæmis voru upptökutæki örugglega ekki jafn útbreidd tæki á ritstjórnum áður fyrr og nú, og því erfiðara um vik fyrir blaðamenn að sýna fram á hvað hafði verið sagt og hvað ekki, ef á það reyndi. Það er löngu tímabært að Blaðamannafélag Íslands beiti sér fyrir því að prentlögin verði endurskoðuð og færð til nútímans. Til þess að svo verði þarf þó að vera til staðar lágmarksþekking á lagaumhverfi stéttarinnar. Yfirlýsing stjórnar félagsins í gær var ekki til að efla traust á getu blaðamanna til að fjalla almennt um mál af þekkingu.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun