Vanskil og virðing Þorvaldur Gylfason skrifar 12. mars 2009 06:00 Þjóðir geta aldrei orðið gjaldþrota í venjulegum skilningi þess orðs. Allt tal um „þjóðargjaldþrot" á Íslandi eða annars staðar er út í bláinn. Þjóðríki geta að vísu ákveðið að standa ekki skil á skuldum sínum við önnur ríki, en það eru vanskil, ekki gjaldþrot. Þess eru dæmi frá nýliðinni tíð, að þjóðríki kjósi að vanefna skuldbindingar sínar. Skoðum fyrst gjaldþrot, síðan vanskil. Fyrirtæki geta orðið gjaldþrota, og skipta þá kröfuhafar þrotabúinu á milli sín eftir ákveðnum lagareglum. Einhverjar kröfur lánardrottna tapast, nema þrotabúið eigi fyrir skuldum. Sé svo, er um lausafjárþrot að ræða, það er greiðsluþrot, en ekki gjaldþrot. Fyrirtæki, sem á fyrir skuldum, getur þurft að leggja upp laupana, ef það þrýtur lausafé. Lausafjárþrot leiðir oft til gjaldþrots, en ekki alltaf. Að loknum skiptum þrotabús milli kröfuhafa er málið lögum samkvæmt úr sögunni. Mörgum þykir íslenzk löggjöf um gjaldþrot fyrirtækja vera of mild, þar eð hún gerir óreiðumönnum kleift að skipta hvað eftir annað um kennitölur og keyra hvert fyrirtækið í þrot á eftir öðru. Einstaklingar geta líka lýst sig gjaldþrota, og fyrnast þá kröfur lánardrottna að íslenzkum lögum á fjórum, tíu eða tuttugu árum eftir eðli skuldanna. Munurinn á gjaldþroti fyrirtækis og einstaklings er sá, að einstaklingurinn heldur lífi og getur að loknu gjaldþroti haldið áfram að afla tekna, svo að lánardrottnar hans eiga kröfur á hann, þar til lögboðnum fyrningartíma lýkur. Mörgum þykir íslenzk löggjöf um gjaldþrot einstaklinga vera of harkaleg, því að gjaldþrota maður hefur ekki hag af að afla tekna um fyrningartímann nema fyrir nauðþurftum, þar eð kröfuhafar geta hirt af honum allar eigur. Víða í nálægum löndum fyrnast skuldir gjaldþrota einstaklinga á skemmri tíma en hér. Skjótari fyrning gerir mönnum kleift að koma fyrr en ella undir sig fótunum á ný. Í Bandaríkjunum gilda að þessu leyti líkar reglur um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja, svo að einstaklingur getur strax eftir gjaldþrot byrjað upp á nýtt með hreinan skjöld. Hér takast tvö sjónarmið á. Ströng viðurlög draga fyrir fram úr líkum þess, að einstaklingur lýsi sig gjaldþrota. Mild viðurlög örva hann eftir á til að afla tekna. Hafi ströng viðurlög átt við, þegar allt var með kyrrum kjörum, er samt ekki víst, að þau eigi ennþá við, þegar sverfur að fjárhag mikils fjölda fólks og fyrirtækja af völdum bankakreppunnar. Íbúar brennandi húss þurfa ekki fræðslu um fyrirbyggjandi brunavarnir, þeir þurfa slökkvilið. Lög um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja þarfnast bráðrar endurskoðunar og samræmingar í ljósi breyttra aðstæðna. Ríkissjóður getur ekki orðið gjaldþrota með sama hætti og einstaklingar og fyrirtæki, þar eð hann heldur áfram að hala inn tekjur hvernig sem allt veltur. Hvorki landslög né alþjóðalög leyfa ríkissjóði að lýsa sig gjaldþrota. Samt hefur það oft gerzt, að stjórnvöld kjósi að standa ekki skil á erlendum eða innlendum skuldum ríkisins. Einstök lönd hafa fyrr og síðar kosið að vanefna fjárskuldbindingar sínar, a.m.k. síðan um aldamótin 1800, sum oft, nú síðast Ekvador 2008. Verðbólgulöndum er hættara en öðrum við vanskilum, enda er mikil verðbólga ævinlega til marks um agaleysi og óstjórn. Önnur nýleg vanskiladæmi eru Rússland 1998 og Argentína 2001. Ætla má, að Rússar með allan sinn olíuauð hefðu getað samið fyrir fram við lánardrottna um framlengingu lána, en þeir kusu heldur að standa ekki í skilum og semja eftir á. Lánardrottnar Rússa afskrifuðu einhliða um helminginn af kröfum sínum á móti þriðjungi í Argentínu. Í samningum við nokkur önnur lönd (Pakistan, Úkraína, Úrúgvæ) neyddust lánardrottnar um líkt leyti til að afskrifa skuldir í stórum stíl, þar eð vanskil blöstu við. Enn öðrum löndum (Brasilía, Mexíkó, Tyrkland, Úrúgvæ) tókst með naumindum að girða fyrir vanskil með aðstoð AGS. Vanskilalönd missa lánstraust og virðingu umheimsins og þurfa langan tíma til að endurheimta orðstír sinn. Ísland beið langvinnan álitshnekki eftir að Íslandsbanki féll 1929, og kreppuárin urðu erfiðari fyrir vikið. Yfirvofandi vanskil Nýfundnalands 1934 voru einstök að því leyti, að landið glataði þá bæði sakleysi sínu og sjálfstæði. Nýfundnaland laut eftir það brezkum yfirráðum og ákvað síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu að gerast fylki í Kanada 1949, og stendur sú skipan enn. Lánleysi heimamanna birtist aftur löngu síðar í ofveiði og hruni fiskstofna undan ströndum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þjóðir geta aldrei orðið gjaldþrota í venjulegum skilningi þess orðs. Allt tal um „þjóðargjaldþrot" á Íslandi eða annars staðar er út í bláinn. Þjóðríki geta að vísu ákveðið að standa ekki skil á skuldum sínum við önnur ríki, en það eru vanskil, ekki gjaldþrot. Þess eru dæmi frá nýliðinni tíð, að þjóðríki kjósi að vanefna skuldbindingar sínar. Skoðum fyrst gjaldþrot, síðan vanskil. Fyrirtæki geta orðið gjaldþrota, og skipta þá kröfuhafar þrotabúinu á milli sín eftir ákveðnum lagareglum. Einhverjar kröfur lánardrottna tapast, nema þrotabúið eigi fyrir skuldum. Sé svo, er um lausafjárþrot að ræða, það er greiðsluþrot, en ekki gjaldþrot. Fyrirtæki, sem á fyrir skuldum, getur þurft að leggja upp laupana, ef það þrýtur lausafé. Lausafjárþrot leiðir oft til gjaldþrots, en ekki alltaf. Að loknum skiptum þrotabús milli kröfuhafa er málið lögum samkvæmt úr sögunni. Mörgum þykir íslenzk löggjöf um gjaldþrot fyrirtækja vera of mild, þar eð hún gerir óreiðumönnum kleift að skipta hvað eftir annað um kennitölur og keyra hvert fyrirtækið í þrot á eftir öðru. Einstaklingar geta líka lýst sig gjaldþrota, og fyrnast þá kröfur lánardrottna að íslenzkum lögum á fjórum, tíu eða tuttugu árum eftir eðli skuldanna. Munurinn á gjaldþroti fyrirtækis og einstaklings er sá, að einstaklingurinn heldur lífi og getur að loknu gjaldþroti haldið áfram að afla tekna, svo að lánardrottnar hans eiga kröfur á hann, þar til lögboðnum fyrningartíma lýkur. Mörgum þykir íslenzk löggjöf um gjaldþrot einstaklinga vera of harkaleg, því að gjaldþrota maður hefur ekki hag af að afla tekna um fyrningartímann nema fyrir nauðþurftum, þar eð kröfuhafar geta hirt af honum allar eigur. Víða í nálægum löndum fyrnast skuldir gjaldþrota einstaklinga á skemmri tíma en hér. Skjótari fyrning gerir mönnum kleift að koma fyrr en ella undir sig fótunum á ný. Í Bandaríkjunum gilda að þessu leyti líkar reglur um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja, svo að einstaklingur getur strax eftir gjaldþrot byrjað upp á nýtt með hreinan skjöld. Hér takast tvö sjónarmið á. Ströng viðurlög draga fyrir fram úr líkum þess, að einstaklingur lýsi sig gjaldþrota. Mild viðurlög örva hann eftir á til að afla tekna. Hafi ströng viðurlög átt við, þegar allt var með kyrrum kjörum, er samt ekki víst, að þau eigi ennþá við, þegar sverfur að fjárhag mikils fjölda fólks og fyrirtækja af völdum bankakreppunnar. Íbúar brennandi húss þurfa ekki fræðslu um fyrirbyggjandi brunavarnir, þeir þurfa slökkvilið. Lög um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja þarfnast bráðrar endurskoðunar og samræmingar í ljósi breyttra aðstæðna. Ríkissjóður getur ekki orðið gjaldþrota með sama hætti og einstaklingar og fyrirtæki, þar eð hann heldur áfram að hala inn tekjur hvernig sem allt veltur. Hvorki landslög né alþjóðalög leyfa ríkissjóði að lýsa sig gjaldþrota. Samt hefur það oft gerzt, að stjórnvöld kjósi að standa ekki skil á erlendum eða innlendum skuldum ríkisins. Einstök lönd hafa fyrr og síðar kosið að vanefna fjárskuldbindingar sínar, a.m.k. síðan um aldamótin 1800, sum oft, nú síðast Ekvador 2008. Verðbólgulöndum er hættara en öðrum við vanskilum, enda er mikil verðbólga ævinlega til marks um agaleysi og óstjórn. Önnur nýleg vanskiladæmi eru Rússland 1998 og Argentína 2001. Ætla má, að Rússar með allan sinn olíuauð hefðu getað samið fyrir fram við lánardrottna um framlengingu lána, en þeir kusu heldur að standa ekki í skilum og semja eftir á. Lánardrottnar Rússa afskrifuðu einhliða um helminginn af kröfum sínum á móti þriðjungi í Argentínu. Í samningum við nokkur önnur lönd (Pakistan, Úkraína, Úrúgvæ) neyddust lánardrottnar um líkt leyti til að afskrifa skuldir í stórum stíl, þar eð vanskil blöstu við. Enn öðrum löndum (Brasilía, Mexíkó, Tyrkland, Úrúgvæ) tókst með naumindum að girða fyrir vanskil með aðstoð AGS. Vanskilalönd missa lánstraust og virðingu umheimsins og þurfa langan tíma til að endurheimta orðstír sinn. Ísland beið langvinnan álitshnekki eftir að Íslandsbanki féll 1929, og kreppuárin urðu erfiðari fyrir vikið. Yfirvofandi vanskil Nýfundnalands 1934 voru einstök að því leyti, að landið glataði þá bæði sakleysi sínu og sjálfstæði. Nýfundnaland laut eftir það brezkum yfirráðum og ákvað síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu að gerast fylki í Kanada 1949, og stendur sú skipan enn. Lánleysi heimamanna birtist aftur löngu síðar í ofveiði og hruni fiskstofna undan ströndum landsins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun