Apple blæs á svartsýnisspár 23. janúar 2009 06:00 Steve Jobs, sem farinn er í veikindaleyfi fram til júníloka, sýnir hér iPhone-margmiðlunarsíma Apple. Fréttablaðið/AP Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Menn eru almennt sammála um að skipan Timothys Geithners í stöðu fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Baracks Obama og boðaðar björgunaraðgerðir hafi ýtt undir bjartsýni í röðum fjárfesta til skemmri tíma litið. Hagnaður Apple nam 1,6 milljörðum dala, jafnvirði 200 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi, sem er sá fyrsti í bókum Apple. Þetta er 30 milljónum dölum meira en árið á undan og þvert á spá Bloomberg-fréttaveitunnar um samdrátt upp á 21 prósent. Þá rufu tekjurnar tíu milljarða múrinn og hafa aldrei verið meiri í sögu fyrirtækisins. Þá nam hagnaður IBM 4,4 milljörðum dala á fjórðungnum, sem er 57 prósenta aukning milli ára. Gengi hlutabréfa í báðum fyrirtækjum rauk upp um meira en níu prósent og tóku þau önnur tæknifyrirtæki með sér í uppsveiflunni. Við það fór S&P-vísitalan upp um rúm fjögur prósent. - jab Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Menn eru almennt sammála um að skipan Timothys Geithners í stöðu fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Baracks Obama og boðaðar björgunaraðgerðir hafi ýtt undir bjartsýni í röðum fjárfesta til skemmri tíma litið. Hagnaður Apple nam 1,6 milljörðum dala, jafnvirði 200 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi, sem er sá fyrsti í bókum Apple. Þetta er 30 milljónum dölum meira en árið á undan og þvert á spá Bloomberg-fréttaveitunnar um samdrátt upp á 21 prósent. Þá rufu tekjurnar tíu milljarða múrinn og hafa aldrei verið meiri í sögu fyrirtækisins. Þá nam hagnaður IBM 4,4 milljörðum dala á fjórðungnum, sem er 57 prósenta aukning milli ára. Gengi hlutabréfa í báðum fyrirtækjum rauk upp um meira en níu prósent og tóku þau önnur tæknifyrirtæki með sér í uppsveiflunni. Við það fór S&P-vísitalan upp um rúm fjögur prósent. - jab
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira