Viðskipti erlent

Mesti samdráttur síðan 1974 í Japan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun, einkum bréf fjármálafyrirtækja, eftir að ljóst varð að samdrátturinn, sem nú fer um japanskt efnahagslíf, er sá mesti síðan árið 1974 auk þess sem hópur sérfræðinga gaf það út að ekki væri útlit fyrir að neitt rofaði til að minnsta kosti út árið 2009.

Þá bætti nýútkomin skýrsla japönsku ríkisstjórnarinnar ekki úr skák þar sem fram kom að verg þjóðarframleiðsla landsins minnkaði um tæp 13 prósent á síðasta fjórðungi ársins 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×