Leikurinn í kvöld gegn Hollandi var dýr því liðið missti þrjá leikmenn í bann vegna gulra spjalda. Þar á meðal er fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson sem fékk gult spjald í lok leiksins.
Hinir tveir eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Indriði Sigurðsson.
Ísland á afar erfiðan og mikilvægan leik fyrir höndum gegn Makedóníu á miðvikudag og því slæmt að missa þessa sterku leikmenn í meiðsli.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari þarf því að stokka upp vörnina hjá sér enda helmingur varnarinnar í dag kominn í bann.