Aron: Erum KFUM-klúbbur en engir Bad Boys Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 15:30 Aron Kristjánsson. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, blæs á allt tal um að hans lið sé gróft. Hann segir alla slíka umræðu vera afar ósanngjarna í garð Haukaliðsins. „Öll þessi umræða er algjörlega uppblásinn og afar ósanngjörn. Við erum langt frá því að vera það lið sem hefur fengið flest rauð spjöld eða brottvísanir. Við erum með menn sem eru til í að leggja sig fram í vörninni," sagði Aron sem var engu að síður ekki hrifinn af tilburðum Kára Kristjánssonar í síðasta leik. „Það var mjög leiðinlegt að sjá og er ekki það sem við stöndum fyrir. Ég hringdi í Óskar þjálfara strax eftir leik og bað hann afsökunar. Ég tjáði Kára einnig að þetta væri eitthvað sem við viljum ekki sjá. Þetta var klárlega rautt spjald," sagði Aron sem var ósáttur við rauða spjaldið sem Einar Örn fékk. „Það fannst mér afar harður dómur. Ef að það var rautt spjald þá hefði Sigfús Sigurðsson átt að fá eitt til tvö rauð í fyrri hálfleik," sagði Aron sem segir sína menn ekki vera neina Bad Boys eins og þeir eru kallaðir þessa dagana. „Rúnar Kárason missti þetta út úr sér og okkur fannst það fyndið. Höfum haft gaman af því og spiluðum Bad Boys-lagið. Við erum samt KFUM-klúbbur en alls engir Bad Boys." Haukar hituðu upp fyrir leikinn í kvöld með því að fara í mat hjá Úlfari Eysteinssyni á þrem frökkum. „Hann býður okkur alltaf í mat í úrslitakeppninni. Það er áralöng hefð fyrir því. Það er alltaf frábært að komast í plokkfiskinn hjá honum," sagði Aron kátur og saddur. „Við stefnum annars að því að vera fyrsta liðið til þess að vinna í Vodafone-höllinni í vetur. Það virðist vera meiri stemning og kraftur í Valsliðinu á heimavelli og ég legg áherslu á að menn séu fljótir til baka í vörnina því þeir fá mikið af hraðaupphlaupum á heimavelli sem við verðum að stoppa," sagði Aron. Haukar eru án Gísla Jóns Þórissonar og Péturs Pálssonar í kvöld. Sigurbergur Sveinsson hefur svo verið á annarri löppinni í úrslitakeppninni en spilar engu að síður. Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, blæs á allt tal um að hans lið sé gróft. Hann segir alla slíka umræðu vera afar ósanngjarna í garð Haukaliðsins. „Öll þessi umræða er algjörlega uppblásinn og afar ósanngjörn. Við erum langt frá því að vera það lið sem hefur fengið flest rauð spjöld eða brottvísanir. Við erum með menn sem eru til í að leggja sig fram í vörninni," sagði Aron sem var engu að síður ekki hrifinn af tilburðum Kára Kristjánssonar í síðasta leik. „Það var mjög leiðinlegt að sjá og er ekki það sem við stöndum fyrir. Ég hringdi í Óskar þjálfara strax eftir leik og bað hann afsökunar. Ég tjáði Kára einnig að þetta væri eitthvað sem við viljum ekki sjá. Þetta var klárlega rautt spjald," sagði Aron sem var ósáttur við rauða spjaldið sem Einar Örn fékk. „Það fannst mér afar harður dómur. Ef að það var rautt spjald þá hefði Sigfús Sigurðsson átt að fá eitt til tvö rauð í fyrri hálfleik," sagði Aron sem segir sína menn ekki vera neina Bad Boys eins og þeir eru kallaðir þessa dagana. „Rúnar Kárason missti þetta út úr sér og okkur fannst það fyndið. Höfum haft gaman af því og spiluðum Bad Boys-lagið. Við erum samt KFUM-klúbbur en alls engir Bad Boys." Haukar hituðu upp fyrir leikinn í kvöld með því að fara í mat hjá Úlfari Eysteinssyni á þrem frökkum. „Hann býður okkur alltaf í mat í úrslitakeppninni. Það er áralöng hefð fyrir því. Það er alltaf frábært að komast í plokkfiskinn hjá honum," sagði Aron kátur og saddur. „Við stefnum annars að því að vera fyrsta liðið til þess að vinna í Vodafone-höllinni í vetur. Það virðist vera meiri stemning og kraftur í Valsliðinu á heimavelli og ég legg áherslu á að menn séu fljótir til baka í vörnina því þeir fá mikið af hraðaupphlaupum á heimavelli sem við verðum að stoppa," sagði Aron. Haukar eru án Gísla Jóns Þórissonar og Péturs Pálssonar í kvöld. Sigurbergur Sveinsson hefur svo verið á annarri löppinni í úrslitakeppninni en spilar engu að síður.
Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira