Luca Toni má fara frítt frá Bayern München þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Þetta sagði Uli Höness, framkvæmdarstjóri Bayern, í samtali við þýska fjölmiðla í dag.
„Við höfum ekki fengið nein tilboð í hann og við erum reiðubúnir að lána hann eða leyfa honum að fara án greiðslu," sagði Höness.
Toni hefur fá tækifæri fengið með Bayern á leiktíðinni og semur illa við Louis van Gaal, stjóra liðsins. Höness sagði að félagið vilji binda enda á þá fjölmiðlaumræðu sem verið hefur um málið.
„Við viljum skapa frið hjá félaginu á nýjan leik," sagði Höness.
Toni hefur til að mynda verið orðaður við West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
