Fótbolti

Rosenborg Noregsmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steffen Iversen skoraði annað marka Rosenborg í kvöld.
Steffen Iversen skoraði annað marka Rosenborg í kvöld. Nordic Photos / AFP
Rosenborg varð í dag Noregsmeistari í knattpsyrnu eftir 2-0 sigur á Molde á útivelli í dag.

Rosenborg varð meistari með miklum glæsibrag en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Liðið er með sautján stiga forystu á Molde sem er í öðru sæti deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið.

Steffen Iversen kom Rosenborg yfir í leiknum á 79. mínútu en síðara mark liðsins var skráð sem sjálfsmark á Knut Dörum Lillebakk, markvörð Molde.

Þetta er í 21. sinn í sögu félagsins sem Rosenborg verður Noregsmeistari. Félagið varð síðast meistari árið 2006 og í þrettán ár í röð frá 1992 til 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×