Kaflaskil Jón Kaldal skrifar 3. nóvember 2009 06:00 Þó að Alþingi eigi enn eftir að afgreiða lokaniðurstöðu Icesave er augljóst að umheimurinn álítur að málinu sé lokið. Fyrsta vísbendingin var endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í síðustu viku. Sú næsta var affrysting Evrópska fjárfestingarbankans á 30 milljarða króna láni til Orkuveitu Reykjavíkur, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Það lán var samþykkt fyrr á þessu ári en var fryst þegar leit út fyrir að Ísland ætlaði mögulega ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Í samtali við Vísi í gærkvöldi kom fram að stjórnendur Orkuveitunnar og Landsvirkjunar telja lánveitinguna geysilega mikilvæga fyrir þjóðarbúið í heild. Gríðarleg tíðindi sagði Stefán Pétursson, fjármálastjóri Landsvirkjunar, og benti á að með henni hafi Evrópski fjárfestingarbankinn sent út mjög sterk merki út í hinn alþjóðlega fjármálaheim. Stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Sverrisson, sagði að landið hafi á ný komist á kortið hjá bankastofnunum heims og vonast til að aðrir atvinnuvegir en orkugeirinn njóti góðs af. En það er víðar en í Washington og Lúxemborg sem Icesave er hætt að þvælast fyrir. Hér heima gufaði umræðan um þetta mesta þrætumál seinni tíma upp á svipstundu í kjölfar þess að ríkisstjórnin náði innri lendingu um afgreiðslu þess. Þær tafir sem hafa orðið á afgreiðslu Icesavemálsins má alfarið hengja í ríkisstjórnina. Það lá fyrir allan tímann að áfram veginn yrði ekki haldið nema þeim farartálma yrði komið frá. Nú er bara spurning hvort Jóhanna, Steingrímur og félagar hafi lært eitthvað af þeim kaflaskilum sem augsýnilega urðu þegar Icesave komst fyrir vind. Fleiri erfið mál eru við sjóndeildarhringinn. Eitt það snúnasta er hvert framhaldið verður á orkufrekum verkefnum á landinu. Ef ríkisstjórnin ætlar að bjóða upp á sömu málsmeðferð á stjórnarheimilinu í þeim efnum og við lausn deilunnar við Hollendinga og Breta, verður þetta lengri og strangari vetur en efni standa til. Eins og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, hefur bent á liggur fyrir að innlend neysla mun ekki standa undir endurreisn efnahagslífsins ein og sér. Rétt er að taka fram að undir þann hatt falla líka allar meiri háttar framkvæmdir á borð við ný Hvalfjarðargöng og nýjar sjúkrahúsbyggingar fyrir tugi milljarða. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þarf Ísland beina erlenda fjárfestingu á þessum tímapunkti. Í alþjóðlegu umhverfi hefur landið samkeppnislegt forskot þegar kemur að orkufrekum framkvæmdum. Stjórnvöld hljóta að nýta sér þá stöðu með því að greiða fyrir þeim verkefnum sem þegar eru komin vel af stað. Þar eru efst á lista álver í Helguvík og gagnaver í Reykjanesbæ. Jafnframt þarf að sjá til þess að þjóðarbúið verði ekki ofurselt um of einni orkufrekri atvinnuugrein. Það er fleira undir sólinni, sem þarf mikið rafmagn, en álbræðslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun
Þó að Alþingi eigi enn eftir að afgreiða lokaniðurstöðu Icesave er augljóst að umheimurinn álítur að málinu sé lokið. Fyrsta vísbendingin var endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í síðustu viku. Sú næsta var affrysting Evrópska fjárfestingarbankans á 30 milljarða króna láni til Orkuveitu Reykjavíkur, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Það lán var samþykkt fyrr á þessu ári en var fryst þegar leit út fyrir að Ísland ætlaði mögulega ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Í samtali við Vísi í gærkvöldi kom fram að stjórnendur Orkuveitunnar og Landsvirkjunar telja lánveitinguna geysilega mikilvæga fyrir þjóðarbúið í heild. Gríðarleg tíðindi sagði Stefán Pétursson, fjármálastjóri Landsvirkjunar, og benti á að með henni hafi Evrópski fjárfestingarbankinn sent út mjög sterk merki út í hinn alþjóðlega fjármálaheim. Stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Sverrisson, sagði að landið hafi á ný komist á kortið hjá bankastofnunum heims og vonast til að aðrir atvinnuvegir en orkugeirinn njóti góðs af. En það er víðar en í Washington og Lúxemborg sem Icesave er hætt að þvælast fyrir. Hér heima gufaði umræðan um þetta mesta þrætumál seinni tíma upp á svipstundu í kjölfar þess að ríkisstjórnin náði innri lendingu um afgreiðslu þess. Þær tafir sem hafa orðið á afgreiðslu Icesavemálsins má alfarið hengja í ríkisstjórnina. Það lá fyrir allan tímann að áfram veginn yrði ekki haldið nema þeim farartálma yrði komið frá. Nú er bara spurning hvort Jóhanna, Steingrímur og félagar hafi lært eitthvað af þeim kaflaskilum sem augsýnilega urðu þegar Icesave komst fyrir vind. Fleiri erfið mál eru við sjóndeildarhringinn. Eitt það snúnasta er hvert framhaldið verður á orkufrekum verkefnum á landinu. Ef ríkisstjórnin ætlar að bjóða upp á sömu málsmeðferð á stjórnarheimilinu í þeim efnum og við lausn deilunnar við Hollendinga og Breta, verður þetta lengri og strangari vetur en efni standa til. Eins og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, hefur bent á liggur fyrir að innlend neysla mun ekki standa undir endurreisn efnahagslífsins ein og sér. Rétt er að taka fram að undir þann hatt falla líka allar meiri háttar framkvæmdir á borð við ný Hvalfjarðargöng og nýjar sjúkrahúsbyggingar fyrir tugi milljarða. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þarf Ísland beina erlenda fjárfestingu á þessum tímapunkti. Í alþjóðlegu umhverfi hefur landið samkeppnislegt forskot þegar kemur að orkufrekum framkvæmdum. Stjórnvöld hljóta að nýta sér þá stöðu með því að greiða fyrir þeim verkefnum sem þegar eru komin vel af stað. Þar eru efst á lista álver í Helguvík og gagnaver í Reykjanesbæ. Jafnframt þarf að sjá til þess að þjóðarbúið verði ekki ofurselt um of einni orkufrekri atvinnuugrein. Það er fleira undir sólinni, sem þarf mikið rafmagn, en álbræðslur.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun