Viðskipti erlent

Bandarísk hlutabréf hækkuðu í dag

Það var líf og fjör á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan rauk upp vegna væntinga manna til áætlunar stjórnvalda sem eiga að losa bankana við lélegar fjárfestingar. Við lokun markaða kom í ljós að Nasdaq vísitalan hækkað um 3,5% og Dow Jones um 2,5%. Þetta er í samræmi við þær hækkanirnar sem hófust í síðustu viku.

Standard & Poor 500 vísitalan sem er viðmið fyrir allan hlutabréfamarkaðinn, hefur nú hækkað fjóra daga í röð en það hefur ekki gerst síðan seint í nóvember. Hún hækkaði um 3,36% í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×