Raunhæft og róttækt samkomulag 16. desember 2009 06:00 Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun