
Skoðun

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag.

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu.

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“. Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza.

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd.

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu.

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp.

Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls
Já, ég átta mig á því að ég hljóma líkt og rispuð plata og gef mér í hroka mínum að einhver nenni að renna augunum yfir það sem ég hamra á lyklaborðið. Skrif mín sem lúta að þessu máli bera keim af þráhyggju og máske smá geggjun. Só bí it!

Tannheilsa skiptir höfuð máli
Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks.

Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins
Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum.

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun
Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns.

125 hjúkrunarrými til reiðu
Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum.

Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla
Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu.

Værum öruggari utan Schengen
Við gerðumst aðilar að svæðinu fyrir rúmum tuttugu árum síðan og felldum niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess í trausti þess að við gætum stólað á eftirlit á ytri mörkunum. Sú hefur hins vegar aldrei verið raunin og hafa milljónir manna komizt inn á svæðið á þeim tíma.

Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum
Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu.

Úlfurinn gerður að fjárhirði
Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum.

Byggð á Geldinganesi?
Nýr meirihluti borgarinnar virðist ætla að friðþægja Flokk fólksins sem hefur talað fyrir því að ryðja nýtt land með því að vísa uppbyggingu á Geldinganesi í nefnd. Raunverulegur áhugi á uppbyggingu virðist takmarkaður þrátt fyrir yfirlýsingar um mikil uppbyggingaráform.

Að toga í sömu átt
Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga.

Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir.

„Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“
Ferðaþjónusta hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, stuðlað að uppbyggingu innviða, auknum gjaldeyristekjum og stofnun nýrra fyrirtækja. Gáruáhrif ferðaþjónustunnar eru til dæmis jákvæð áhrif á ýmsar aðrar greinar, þar á meðal verslun og þjónustu.

Mikil tækifæri í Farsældartúni
Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar.

Sameinuð gegn landamæraofbeldi
Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti.

Hágæðaflug til Ísafjarðar
Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett.

Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af!
Undirritaðir formenn fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina harma þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin og varðar geðendurhæfingu ungs fólks sem nýtur þjónustu Janusar endurhæfingar. Við lýsum yfir djúpum áhyggjum af stöðu og heilsu unga fólksins sem býr við flókinn og fjölþættan vanda.

Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi
Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki!

Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík
Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér.

Að berja hausnum við steininn
Fyrir margt löngu hætti að vera fyndið hve ákaft formaður Blaðamannafélags Íslands ber höfðinu við steininn. Það er í raun orðið frekar þreytt og meiðandi. Reynir hún enn einu sinni að afvegaleiða umræðuna um mín mál og í þetta sinn gerir hún tilraun til að slá ryki í augu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Þegar (trans) kona fer í sund
Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum.

Þverpólitísk sjálftaka
Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera.

Ef ekki hervæðing… hvað þá?
Þessa dagana er mikið talað um öryggis- og varnamál í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Líst er yfir stuðning við „góða gæjann“ og útskýrt hvað „hinn vondi“ er að gera og ætlar að gera, ef hann er ekki stoppaður af með hervaldi. Mörg tala af þekkingu og reynslu af alþjóðastjórnmálum og aðrir sem leikmenn.

Að skapa rými fyrir vöxt
Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks.