Samkvæmt spænskum fjölmiðlum í dag er spænska stórliðið Real Madrid ekki búið að játa sig sigrað í kapphlaupinu um Franck Ribery hjá Bayern München.
Forráðamenn Real Madrid eru sagðir ætla að freista þýska félagsins með 54 milljón punda kauptilboði í dag og spurning hvort að Bæjarar standist freistinguna.
Forráðamenn þýska félagsins höfðu áður sett mun hærri verðmiða á leikmanninn en Chelsea er einnig sagt hafa lagt fram kauptilboð í Ribery.