Umfjöllun: Enginn meistarabragur á Haukum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2009 19:51 Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka. Mynd/Anton Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira