Sannfæringarskorturinn 26. nóvember 2009 06:00 Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað prósent viss um eitthvað. Jú, jú, hvernig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér, íslenska fjármálaútrásin var geðveiki og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég meina, svona í sambandi við málefni sem er búið að vera að tönglast á hérna árum saman: Ég get aldrei komist á einhverja skoðun og verið alveg rosalega ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni kosið sama flokkinn aftur og aftur. Ég held að margir - gott ef ekki flestir - landsmenn séu svona. Og svo eyðum við tímanum í að hlusta á fólk sem er sannfært í skoðunum sínum. Fyrst á einn sem hefur eina skoðun og svo á annan sem hefur aðra skoðun. Þó oftast á þá báða í einu því þeir geta sjaldnast þagað á meðan hinn talar. Og þetta fólk skiptir aldrei um skoðun af því það er svo rosalega með allt á hreinu. Svona var þetta með Kárahnjúka. Það var nú ekki röflað neitt smá um það helvíti á sínum tíma. Sama hvað ég rembdist við að hafa upplýsta skoðun um málið þá gat ég bara alltaf skilið bæði sjónarmiðin. Skildi alveg fólkið sem vildi endilega fá fasta vinnu í verksmiðju, sem var svaka umhverfisvæn. Að minnsta kosti miðað við kolabræðslur í svörtustu Afríku. Og ég skildi líka fólkið sem vildi ekki leggja ósnortið land undir forljóta reykspúandi blikkdósagerð. Þó þetta væri ekkert sérstakt land fyrr en daginn áður en átti að eyðileggja það. Ég var alltaf fiftí fiftí sannfærður. Og ég átti alltaf í vandræðum með þetta. Fannst ekki alveg nógu töff að geta ekki verið viss. Las Draumalandið en allt kom fyrir ekki. Ég sé mig komast í sömu valþröngina þegar farið verður að röfla um Evrópusambandið og hvort við eigum að ganga í það. Og allt hitt kjaftæðið sem er ætlast til að ég hafi skoðun á. Auðvitað þykir mest töff að vera alveg rosalega viss. Helst á maður að vera svaka reiður líka. Því mest töff eru þeir sem eru alltaf svaka reiðir og svaka vissir og í stanslausum baráttuhug fyrir því sem þeir eru vissir um. Það er annaðhvort eitthvað að þessu fólki eða að mér fyrir að skorta sannfæringu. Mér finnst bara svo asnalegt að vera reiður. Sérstaklega á almannafæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað prósent viss um eitthvað. Jú, jú, hvernig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér, íslenska fjármálaútrásin var geðveiki og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég meina, svona í sambandi við málefni sem er búið að vera að tönglast á hérna árum saman: Ég get aldrei komist á einhverja skoðun og verið alveg rosalega ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni kosið sama flokkinn aftur og aftur. Ég held að margir - gott ef ekki flestir - landsmenn séu svona. Og svo eyðum við tímanum í að hlusta á fólk sem er sannfært í skoðunum sínum. Fyrst á einn sem hefur eina skoðun og svo á annan sem hefur aðra skoðun. Þó oftast á þá báða í einu því þeir geta sjaldnast þagað á meðan hinn talar. Og þetta fólk skiptir aldrei um skoðun af því það er svo rosalega með allt á hreinu. Svona var þetta með Kárahnjúka. Það var nú ekki röflað neitt smá um það helvíti á sínum tíma. Sama hvað ég rembdist við að hafa upplýsta skoðun um málið þá gat ég bara alltaf skilið bæði sjónarmiðin. Skildi alveg fólkið sem vildi endilega fá fasta vinnu í verksmiðju, sem var svaka umhverfisvæn. Að minnsta kosti miðað við kolabræðslur í svörtustu Afríku. Og ég skildi líka fólkið sem vildi ekki leggja ósnortið land undir forljóta reykspúandi blikkdósagerð. Þó þetta væri ekkert sérstakt land fyrr en daginn áður en átti að eyðileggja það. Ég var alltaf fiftí fiftí sannfærður. Og ég átti alltaf í vandræðum með þetta. Fannst ekki alveg nógu töff að geta ekki verið viss. Las Draumalandið en allt kom fyrir ekki. Ég sé mig komast í sömu valþröngina þegar farið verður að röfla um Evrópusambandið og hvort við eigum að ganga í það. Og allt hitt kjaftæðið sem er ætlast til að ég hafi skoðun á. Auðvitað þykir mest töff að vera alveg rosalega viss. Helst á maður að vera svaka reiður líka. Því mest töff eru þeir sem eru alltaf svaka reiðir og svaka vissir og í stanslausum baráttuhug fyrir því sem þeir eru vissir um. Það er annaðhvort eitthvað að þessu fólki eða að mér fyrir að skorta sannfæringu. Mér finnst bara svo asnalegt að vera reiður. Sérstaklega á almannafæri.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun