Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra 28. júlí 2009 11:59 Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að helstu ástæður þessarar miklu hækkunarhrinu vestanhafs er uppgjörstíð sem er umfram væntingar og uppfærðar afkomuspár sem segja að það versta sé nú afstaðið á mörkuðum. Árshlutauppgjör þeirra félaga sem hlutabréfavísitalan Standard & Poor´s 500 tekur til hafa að meðaltali verið um það bil 11% yfir meðalspám sem hefur glætt væntingar markaðsaðila. Þá hjálpaði það einnig mörkuðum vestanhafs í gær að nýjar tölur um veltu á íbúðarmarkaði í júní gefur vísbendingu um að húsnæðismarkaðurinn gæti verið á batavegi. Eins og skemmst er að minnast má rekja rætur alþjóðlegu fjármálakreppunnar til vandræða á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum sem byrjuðu að smita út frá sér sumarið 2007.Undanfarna daga hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu verið fagurgrænir en þar líkt og í Bandaríkjunum hafa það fyrst og fremst verið framúrskarandi góð uppgjörstíð sem hefur dregið vagninn en meira en helmingur þeirra 86 félaga sem Dow Jones Stoxx 600 vísitalan tekur til hafa skilað uppgjörum yfir væntingum. Viðsnúnings á þessari þróun hefur þó gætt í morgun og hafa hlutabréf lækkað í verði í viðskiptum dagsins í öllum helstu kauphöllum Evrópu. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að helstu ástæður þessarar miklu hækkunarhrinu vestanhafs er uppgjörstíð sem er umfram væntingar og uppfærðar afkomuspár sem segja að það versta sé nú afstaðið á mörkuðum. Árshlutauppgjör þeirra félaga sem hlutabréfavísitalan Standard & Poor´s 500 tekur til hafa að meðaltali verið um það bil 11% yfir meðalspám sem hefur glætt væntingar markaðsaðila. Þá hjálpaði það einnig mörkuðum vestanhafs í gær að nýjar tölur um veltu á íbúðarmarkaði í júní gefur vísbendingu um að húsnæðismarkaðurinn gæti verið á batavegi. Eins og skemmst er að minnast má rekja rætur alþjóðlegu fjármálakreppunnar til vandræða á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum sem byrjuðu að smita út frá sér sumarið 2007.Undanfarna daga hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu verið fagurgrænir en þar líkt og í Bandaríkjunum hafa það fyrst og fremst verið framúrskarandi góð uppgjörstíð sem hefur dregið vagninn en meira en helmingur þeirra 86 félaga sem Dow Jones Stoxx 600 vísitalan tekur til hafa skilað uppgjörum yfir væntingum. Viðsnúnings á þessari þróun hefur þó gætt í morgun og hafa hlutabréf lækkað í verði í viðskiptum dagsins í öllum helstu kauphöllum Evrópu.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira