Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur valið byrjunarlið sitt sem mætir Kína klukkan 11.30 í dag.
Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins í Algarve-bikarnum og er Ísland að leika gegn Kína um fimmta sætið á mótinu.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Dóra María Lárusdóttir - Harpa Þorsteinsdóttir.