Efsta og neðsta liðið áttust við í lokaleik 15. umferðar í N1-deild karla í kvöld. Haukar unnu sigur á Víkingum, 31-26, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 15-10.
Sigurbergur Sveinsson fór mikinn í liði Hauka og skoraði tíu mörk í kvöld. Kári Kristján Kristjánsson skoraði sjö mörk, Arnar Jón Agnarsson fimm og Elías Már Halldórsson fjögur.
Hjá Víkingi voru þeir Davíð Georgsson og Sveinn Þorgeirsson markahæstir með sjö mörk hvor.
Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 24 stig, þremur stigum meira en Valur sem kemur næst. Víkingur er í neðsta sætinu með fimm stig.