O'Neill hvílir átta byrjunarliðsmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2009 13:15 Hvorki Gabriel Agbonlahor né Ashley Young verða með Villa í Moskvu. Nordic Photos / Getty Images Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur ákveðið að hvíla átta byrjunarliðsmenn sem fara því ekki með liðinu til Moskvu þar sem það mætir CSKA Moskvu í UEFA-bikarkeppninni á fimmtudagskvöldið. „Það skiptir öllu fyrir okkur að komast í Meistaradeildina," sagði O'Neill en sem stendur er Aston Villa í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin vinna sér þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þeir Gareth Barry, Brad Friedel, Emile Heskey, James Milner, Ashley Young, Gabriel Agbonlahor, Carlos Cuellar og Stiliyan Petrov verða allir eftir heima í Birmingham. Villa tapaði fyrir Chelsea, 1-0, um helgina og datt þá niður í fjórða sæti deildarinnar. Liðið gerði þar áður 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu á heimavelli. „Við erum ekki með jafn stóran leikmannahóp og Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. Ég er ekki með minnimáttarkennd - ég er bara raunsær." „Það var enginn leikmaður sem notaði þá afsökun að við vorum þreyttir eftir leikinn gegn CSKA þegar við töpuðum fyrir Chelsea. En það mun ég gera nú." „Kaldhæðnin er sú að við gerðum allt sem í okkar valdi var mögulegt til að komast inn í Evrópukeppnina í fyrra. Við verðum að reyna að gera stuðningsmönnum okkar til geðs og ég er viss um að þeir telja líka að sæti í Meistaradeildinni sé hinn helgi gral í okkar augum." Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur ákveðið að hvíla átta byrjunarliðsmenn sem fara því ekki með liðinu til Moskvu þar sem það mætir CSKA Moskvu í UEFA-bikarkeppninni á fimmtudagskvöldið. „Það skiptir öllu fyrir okkur að komast í Meistaradeildina," sagði O'Neill en sem stendur er Aston Villa í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin vinna sér þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þeir Gareth Barry, Brad Friedel, Emile Heskey, James Milner, Ashley Young, Gabriel Agbonlahor, Carlos Cuellar og Stiliyan Petrov verða allir eftir heima í Birmingham. Villa tapaði fyrir Chelsea, 1-0, um helgina og datt þá niður í fjórða sæti deildarinnar. Liðið gerði þar áður 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu á heimavelli. „Við erum ekki með jafn stóran leikmannahóp og Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. Ég er ekki með minnimáttarkennd - ég er bara raunsær." „Það var enginn leikmaður sem notaði þá afsökun að við vorum þreyttir eftir leikinn gegn CSKA þegar við töpuðum fyrir Chelsea. En það mun ég gera nú." „Kaldhæðnin er sú að við gerðum allt sem í okkar valdi var mögulegt til að komast inn í Evrópukeppnina í fyrra. Við verðum að reyna að gera stuðningsmönnum okkar til geðs og ég er viss um að þeir telja líka að sæti í Meistaradeildinni sé hinn helgi gral í okkar augum."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira