Viðskipti erlent

Bank of Montreal dregur Landsbankann að landi

Kanadíska sjávarréttafyrirtækið High Liner Foods hefur samið við Bank of Montreal um að bankinn taki yfir sem einn af aðallánveitendum fyrirtækisins í stað gamla Landsbankans.

Í frétt um málið á vefsíðu blaðsins The Star segir að Landsbankinn hafi haldið lánalínu til High Liner Foods gangandi eftir að íslensku bankarnir hrundu í október s.l..

High Liner Foods, sem er staðsett á Nova Scotia, segir að Landsbankinn hafi staðið við lánasamning sinn um að veita bandarísku útibúi fyrirtækisins lán upp á 40 milljónir dollara eða rúmlega 5 milljarða kr. Bank of Montreal hefur nú tekið við þessum lánaviðskiptum.

Glitnir var einnig í viðskiptum við High Liner Foods en féll frá áformum sínum um lánveitingu upp á 25 milljón dollara, eða um 3 milljarða kr. þegar bankinn komst í þrot í haust.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×