Hitar upp með Hebba og Europe í græjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2009 15:15 Árni sést hér fyrir aftan Gunnar Magnússon, aðalþjálfara HK. Mynd/Anton „Við verðum þarna kolklikkaðir feðgarnir á sitt hvorum bekknum í kvöld. Þetta verður bara æðislegt," sagði kátur Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari HK, en HK er á leið norður til þess að mæta liði Akureyrar í mikilvægum leik í N1-deildinni. Aðstoðarþjálfari Akureyrarliðsins er sonur Árna, Stefán, og má því búast við fjöri á hliðarlínunni líkt og Árni hefur reyndar lofað. „Hann er alveg eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er ótrúlega líkur mér. Við erum báðir alveg bandbrjálaðir á bekknum og látum vel í okkur heyra." Árni var lengi vel aðstoðarmaður KA og er mikill Akureyringur. Hann segir því sérstaka tilhlökkun að fara norður. „Það er alltaf æðislegt að fara norður. Þetta verður vonandi líka frábær skemmtun, fullt hús og bara eins og í gamla daga," sagði Árni en hann er ánægður að sjá að stemningin á Akureyri sé að verða eins og hún var þegar hann var þar á sínum tíma. „Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá hvernig þetta er að verða. Mjög ánægjulegt að sjá hvernig þessi sameining hefur gengið fyrir sig og bara allt jákvætt." Leikurinn í kvöld er ákaflega mikilvægur fyrir bæði lið. HK er í 5. sæti með 17 stig en Akureyri í 6. sæti með 15. Hvorugt lið má því varla við því að tapa og þá sérstaklega ekki Akureyri sem er nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með tapi. Árni var í miklu stuði heima hjá sér þegar Vísir náði tali af honum áðan og var að undirbúa sig fyrir leik á sama hátt og hann hefur gert í mörg ár. „Ég er núna að hlusta á Can´t walk away með Hebba. Hebbi klikkar ekki og kemur mér alltaf í gírinn. Svo hlusta ég líka á The Final Countdown með Europe og þá er ég klár í slaginn," sagði Árni léttur sem fyrr. Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
„Við verðum þarna kolklikkaðir feðgarnir á sitt hvorum bekknum í kvöld. Þetta verður bara æðislegt," sagði kátur Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari HK, en HK er á leið norður til þess að mæta liði Akureyrar í mikilvægum leik í N1-deildinni. Aðstoðarþjálfari Akureyrarliðsins er sonur Árna, Stefán, og má því búast við fjöri á hliðarlínunni líkt og Árni hefur reyndar lofað. „Hann er alveg eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er ótrúlega líkur mér. Við erum báðir alveg bandbrjálaðir á bekknum og látum vel í okkur heyra." Árni var lengi vel aðstoðarmaður KA og er mikill Akureyringur. Hann segir því sérstaka tilhlökkun að fara norður. „Það er alltaf æðislegt að fara norður. Þetta verður vonandi líka frábær skemmtun, fullt hús og bara eins og í gamla daga," sagði Árni en hann er ánægður að sjá að stemningin á Akureyri sé að verða eins og hún var þegar hann var þar á sínum tíma. „Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá hvernig þetta er að verða. Mjög ánægjulegt að sjá hvernig þessi sameining hefur gengið fyrir sig og bara allt jákvætt." Leikurinn í kvöld er ákaflega mikilvægur fyrir bæði lið. HK er í 5. sæti með 17 stig en Akureyri í 6. sæti með 15. Hvorugt lið má því varla við því að tapa og þá sérstaklega ekki Akureyri sem er nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með tapi. Árni var í miklu stuði heima hjá sér þegar Vísir náði tali af honum áðan og var að undirbúa sig fyrir leik á sama hátt og hann hefur gert í mörg ár. „Ég er núna að hlusta á Can´t walk away með Hebba. Hebbi klikkar ekki og kemur mér alltaf í gírinn. Svo hlusta ég líka á The Final Countdown með Europe og þá er ég klár í slaginn," sagði Árni léttur sem fyrr.
Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira