Handbolti

Víkingur sló út Aftureldingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Víkingi.
Úr leik með Víkingi. Mynd/Stefán

Einn leikur fór fram í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni karla í kvöld er Víkingur vann góðan sigur á Aftureldingu, 27-25. Staðan í hálfleik var 11-11.

Bæði lið leika í 1. deild karla en þar er Afturelding enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Víkingur hefur hins vegar tapað tveimur leikjum í haust.

Sveinn Þorgeirsson og Guðmundur Freyr Hermannsson voru markahæstir í liði Víkings með sjö mörk hvor. Þeir Davíð Georgsson og Hreiðar Haraldsson komu næstir með fimm mörk.

Hjá Aftureldingu var Bjarni Aron Þórðarson langmarkahæstur með ellefu mörk. Hilmar Stefánsson skoraði sex mörk og Magnús Einarsson fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×